Spursmál: Fyrsta stóra viðtal Katrínar

Katrín Jakobsdóttir, Börkur Gunnarsson og Ásdís Kristjánsdóttir eru gestir Stefáns …
Katrín Jakobsdóttir, Börkur Gunnarsson og Ásdís Kristjánsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála. Samsett mynd

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála.

Er þetta fyrsta stóra viðtalið sem Katrín veit­ir eft­ir að hún ákvað að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands.

Þátt­ur­inn var sýnd­ur í beinu streymi hér á mbl.is fyrr í dag en upp­tök­una má sjá í spil­ar­an­um hér að neðan, á Spotify og Youtu­be og er hún öll­um aðgengi­leg.

Krefj­andi spurn­ing­um beint að Katrínu

Niður­stöður nýj­ustu skoðanakann­ana hafa sett svip á fram­boðsbar­átt­una síðastliðna daga og er óhætt að segja að spenn­an sé tek­in að magn­ast.

Í þætt­in­um var rýnt í töl­ur úr skoðana­könn­un­um og lagt mat á hvaða þýðingu þær geti haft fyr­ir fram­boð Katrín­ar til embætt­is for­seta.

Skipt­ar skoðanir eru á for­göngu Katrín­ar til fram­boðsins vegna stjórn­mála­fer­ils henn­ar og mörg­um spurn­ing­um þótt enn ósvarað. Af þeirri ástæðu voru krefj­andi spurn­ing­ar lagðar fyr­ir Katrínu í þætt­in­um um það hvernig hún hyggst gegna embætti for­seta nái hún kjöri.

Knúið var fast á um svör hvaða hug­sjón Katrín hef­ur á stjórn­ar­skrá Íslands, tungu­mál­inu, mál­skots­rétt­in­um og ýmsu öðru sem kem­ur í hlut­skipti for­set­ans og sam­ein­ar þjóðina.

Fjöl­breytt frétta­vika að baki

Auk Katrín­ar mættu þau Börk­ur Gunn­ars­son, kvik­mynda­gerðarmaður og fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi þjálf­un­ar­sveita NATO, og Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, í settið og rýndu helstu frétt­ir líðandi viku.

Upp­lýs­andi umræða skapaðist um átök­in sem eiga sér stað fyr­ir botni Miðjarðar­hafs um þess­ar mund­ir. Fregn­ir af árás­um Írans og Ísra­el í báðar átt­ir eru mikið áhyggju­efni fyr­ir heims­byggðina og hafa vakið upp ýms­ar spurn­ing­ar hér á landi sem og ann­ars staðar.

Þróun rík­is­fjár­mál­anna skaut einnig upp koll­in­um í vik­unni og komið var inn á í þætt­in­um. Fjár­mál rík­is­ins brenna oft­ar en ekki á land­an­um enda um eitt stærsta hags­muna­mál þjóðar­inn­ar að ræða og margt sem þykir bet­ur mega fara í þeim efn­um.

Ekki missa af fræðandi, upp­lýs­andi og fjör­ugri umræðu í Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga kl. 14.

mbl.is