Telur tvískinnung í umræðu um hvalveiðar

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, segir margt mæla með því að …
Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, segir margt mæla með því að hvalveiðar verði leyfðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arí­el Pét­urs­son, formaður Sjó­mannadags­ráðs, kem­ur hval­veiðum til varn­ar í pistli á Face­bok-síðu sinni og seg­ir mik­inn tví­skinn­ung gæta í umræðunni. Bend­ir hann á að það sé margt sem tali fyr­ir því að slík­ar veiðar verði stundaðar. Sú afstaða þýði þó ekki að hon­um sé ekki annt um hvali.

„Lotn­ing mín fyr­ir þess­um stór­kost­legu ver­um er mik­il og mér þykir vænt um hvali rétt eins og öll dýr jarðar. Ég er þó, rétt eins og hér­umb­il þrír fjórðu alls mann­kyns, kjötæta – eða öllu held­ur alæta. Ég reyni þó að halda ein­hverju heil­brigðu jafn­vægi milli kjöts, græn­met­is, kol­vetna o.s.frv. í neyslu minni,“ skrif­ar hann.

„Ein rök­semd­ar­færsl­an gegn hval­veiðum er sú að hval­ir séu skyni gædd­ar skepn­ur og þar af leiðandi sé siðferðis­lega rangt að veiða þá. Það á reynd­ar við um flest ef ekki öll dýr jarðar. Þorsk­um finnst gott að láta klappa sér og kafari í Eyjaf­irði hef­ur laðað stein­bít svo vel að sér að minn­ir á gælu­dýr heima í stofu; svo aðeins tvö dæmi séu nefnd. Þetta á meðal ann­ars við um svín líka. Þau eru gjarn­an sett í fimmta sæti yfir greind­ustu dýr jarðar á eft­ir kol­krabb­an­um, öpum, höfr­ung­um og fíl­um, þótt vissu­lega sé erfitt að meta greind dýra eft­ir viðmiðum mann­skepn­unn­ar. Það er þó ágæt­is sam­fé­lags­sátt um það að rækta svín til mann­eld­is og ég er ekki með þessu að koma með áfell­is­dóm yfir neyslu svína­kjöts enda tek ég þátt í því sjálf­ur.“

Ekki er víst að hvalveiðar verða stundaðar í sumar.
Ekki er víst að hval­veiðar verða stundaðar í sum­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Betra fyr­ir plán­et­una?

Þá seg­ir Arí­el hval­kjöt lík­lega mun um­hverf­i­s­vænna en flest önn­ur kjöt­fram­leiðsla, en bent hef­ur verið á að hval­ir binda tölu­vert kol­efni á lífs­skeiði sínu og er um að ræða ein­hver 33 tonn af kolt­ví­sýr­ingi.

„Sami hval­ur gef­ur af sér að jafnaði 30 tonn af kjöti sem ætti að vera nóg til að fæða alla 135 þúsund íbúa Reykja­vík­ur einu sinni. Sam­kvæmt norskri töl­fræði eru 1,9 kg af CO2 sem losna í and­rúms­loftið við fram­leiðslu af hverju kílói af bein­lausu hval­kjöti. Það eru því 57 tonn af CO2 sem mynd­ast í fram­leiðslu þess­ara 30 tonna bein­lauss kjöts. Ef sami hóp­ur (Reyk­vík­ing­ar) hefðu neytt bein­lauss nauta­kjöts í þess­ari máltíð væri los­un­in 3 millj­ón­ir tonna af CO2, eða ríf­lega fimm­tíufalt meiri.“

Bend­ir hann á að fram­leiðsla á einu kílói af nauta­kjöti los­ar um 99,8 kíló af kolt­ví­sýr­ingi á móti 27 kíló fyr­ir sama magn af rækju, 12 kíló fyr­ir sama magn af svína­kjöti  og 4,5 kíló fyr­ir kíló af hrís­grjón­um. Þá tek­ur hann einnig fram að ein ferð til Teneríf los­ar um 1.400 kíló af kolt­ví­sýr­ingi.

„Ef við erum heiðarleg í umræðunni og ef okk­ur er raun­veru­lega annt um að halda kol­efn­is­spori okk­ar í skefj­um þá er hval­kjöt um­hverf­i­s­vænt kjöt.“

Vert er þó að geta þess að Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur sagt fátt benda til ann­ars en að hval­ir gegna veiga­litlu hlut­verki þegar kem­ur að kol­efn­is­bind­ingu. Tel­ur stofn­un­in mikla óvissu um hlut­deild sjáv­ar­spen­dýra í nær­ing­ar­efna­bú­skapi sjáv­ar og þau ferli sem þar eru að baki eins og í til­felli kol­efn­is­bú­skaps.

Sjálfærni og mannúðleg af­líf­un

Arí­el seg­ir aug­ljóst að bæði veiðar og dýra­rækt verði að taka mið af sjálf­bærni og mannúðlegri af­líf­un.

„Það fyrr­nefnda hef­ur verið upp­fyllt því veiðar á langreyði síðustu ár hef­ur verið vel inn­an þess­ara marka sam­kvæmt öll­um mæl­ing­um og rann­sókn­um. Heild­arkvót­inn hef­ur verið 161 langreyður á ári sem hef­ur eng­in áhrif á stofn sem tel­ur um það bil 40 þúsund dýr hér við land.“

Hvað varðar af­líf­un hvala „þá hef­ur kapp verið lagt á að gera bet­ur í af­líf­un­ar­ferl­inu og stytta það eins og mögu­legt er svo það sé eins mannúðlegt og hægt er. Þar má vissu­lega gera bet­ur, rétt eins og við all­ar veiðar á villt­um dýr­um.“

Hann gef­ur lítið fyr­ir full­yrðing­ar um að hval­veiðar skaði ferðamannaiðnaðinn og vek­ur at­hygli á því að fjöldi ferðamanna sem leggja leið sína til Íslands hef­ur fjór­fald­ast frá því að hval­veiðar voru leyfðar 2008.

mbl.is