Hyggst sitja í átta til tólf ár

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Nái Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra, kjöri til embætt­is for­seta Íslands tel­ur hún hæfi­legt að gegna embætt­inu í tvö til þrjú kjör­tíma­bil. Eitt kjör­tíma­bil sé hins veg­ar of stutt­ur tími.

    Þetta upp­lýs­ir hún í viðtali í Spurs­mál­um sem vakið hef­ur mikla at­hygli frá því að það var sent út síðdeg­is í gær.

    Mis­jöfn raun for­set­anna

    For­set­ar Íslands hafa reynst mjög mis þaul­sætn­ir í embætti. Fyrsti for­set­inn lést raun­ar í embætti 1952 og hafði þá setið á Bessa­stöðum í því embætti í tæp átta ár en sem rík­is­stjóri nokk­ur ár þar á und­an.

    Eft­ir­maður hans, Ásgeir Ásgeirs­son sat í fjög­ur kjör­tíma­bil, rétt eins og Vig­dís Finn­boga­dótt­ir 1980-1996. Kristján Eld­járn gegndi hins veg­ar embætt­inu á milli þeirra tveggja og sat í þrjú kjör­tíma­bil.

    Katrín Jakobsdóttir, fyrrum forsætisráðherra, telur ólíku saman að jafna að …
    Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra, tel­ur ólíku sam­an að jafna að sitja á þingi eða á Bessa­stöðum. Hún sat 17 ár á þingi en mun ekki sitja leng­ur en 12 ár í embætti for­seta, nái hún kjöri. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

    Eng­inn setið leng­ur en Ólaf­ur Ragn­ar

    Þaul­sætn­ast­ur þeirra allra er hins veg­ar Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son. Hann sat fimm kjör­tíma­bil eða 20 ár og lét raun­ar að því liggja um skamma hríð að til greina kæmi að hann byði sig fram sjötta sinni. Þegar hann bauð sig hins veg­ar fyrst fram til embætt­is­ins 1996 lýsti hann því yfir að for­seti ætti ekki að sitja leng­ur en þrjú kjör­tíma­bil.

    Guðni Th. Jó­hann­es­son, sem tók við embætti for­seta 2016 verður ann­ar skamm­sætn­asti for­set­inn á eft­ir Sveini því hann hef­ur ákveðið að láta gott heita eft­ir tvö kjör­tíma­bil í hinu háa embætti.

    Listi yfir for­set­ana og setu þeirra í embætti

    Sveinn Björns­son - Tæp 8 ár (1945-1952)
    Ásgeir Ásgeirs­son - 16 ár (1952-1968)
    Kristján Eld­járn - 12 ár (1968-1980)
    Vig­dís Finn­boga­dótt­ir - 16 ár (1980-1996)
    Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son - 20 ár (1996-2016)
    Guðni Th. Jó­hann­es­son - 8 ár (2016-2024)

    Ætlaði að sitja í átta ár á þingi

    Í viðtal­inu upp­lýs­ir Katrín að hún hafi í fyrstu aðeins ætlað sér að sitja á Alþingi í tvö kjör­tíma­bil eða átta ár. Raun­in hafi hins veg­ar orðið 17 ár. Hún tók fyrst sæti á þingi árið 2007 og hef­ur setið þar sleitu­laust síðan.

    „Ég sé ekki fyr­ir mér að ég verði leng­ur í þessu [12 ár]. Ég hins veg­ar sagði þegar ég fór á þing, ég sagði það reynd­ar ekk­ert op­in­ber­lega þannig að það veit eng­inn af því að ég ætlaði að vera þar 8 ár. En það teygðist aðeins úr þvi. En ég sé ekki fyr­ir mér, mér finnst þetta embætti ann­ars eðlis, satt að segja. Mér finnst þetta vera hæfi­leg­ur tími og ég sé ekki að það sé neitt sem valdi því að ég skipti um skoðun á því,“ seg­ir Katrín.

    Viðtalið við Katrínu má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

    mbl.is