Sama stefna í gildi í útlendingamálum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:57
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:57
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, seg­ir sömu stefnu í gildi í út­lend­inga­mál­um nú og áður en hún lét af embætti fyrr í þess­um mánuði. Bjarni Bene­dikts­son, nýr for­sæt­is­ráðherra, hef­ur heitið því eft­ir að hann tók við for­ystu í stjórn­inni að hann muni ná tök­um á landa­mær­un­um. Seg­ir Katrín ekki að í því fel­ist stefnu­breyt­ing.

Katrín Jakobsdóttir í Spursmálum.
Katrín Jak­obs­dótt­ir í Spurs­mál­um. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Taka verði stjórn á landa­mær­un­um

Í ræðu sem Bjarni flutti á fundi um 700 Sjálf­stæðismanna þann 13. apríl síðastliðinn sagði hann meðal ann­ars um þessi mál:

„Við verðum að taka stjórn á landa­mær­um Íslands, það er núm­er eitt. Við ætl­um áfram að ná ár­angri við að lækka verðbólg­una. Við þurf­um að fá vexti niður og það er lík­legt að við náum góðum ár­angri á þessu ári.“

Katrín er gest­ur Spurs­mála þar sem þessi mik­il­vægi og viðkvæmi mála­flokk­ur er til um­fjöll­un­ar og má orðaskipti henn­ar og þátt­ar­stjórn­anda sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. Þau eru einnig rak­in hér að neðan.

Tug­millj­arða kostnaður á ári hverju

Eitt af því sem menn ótt­ast varðandi þjóðar­heild­ina er þessi mikli inn­flutn­ing­ur fólks til lands­ins, bæði vinnu­afls en líka flótta­manna. Nú tal­ar nýr for­sæt­is­ráðherra eins og að mönn­um sé, eft­ir stjórn­ar­skipt­in eða eft­ir að hann sett­ist í stól­inn, að það tak­ist að draga fyr­ir þenn­an óhefta straum til lands­ins. Má lesa þannig í þá at­b­urðarás að þú ber­ir ábyrgð á því að landa­mær­in hafa verið hér opin og ástandið hafi verið stjórn­laust og kostnaður vegna mála­flokks­ins hlaupi nú á mörg­um tug­um millj­arða á ári hverju.

Ekki farið með mál­efni landa­mær­anna

„Ég hef nú ekki farið með mál­efni landa­mær­anna í minni tíð í rík­is­stjórn. Svo ég segi það nú bara. Það eru aðrir sem hafa haldið utan um þá.“

Þú ert for­sæt­is­ráðherra, það þýðir ekk­ert, þú berð ábyrgð á öll­um mála­flokk­um.

Já. Já. ég þekki það al­veg.“

Og þinn flokk­ur hef­ur staðið mjög hart gegn því að menn þrengi lög­gjöf­ina.

„Nú ætla ég ekki að hverfa aft­ur inn í póli­tík­ina þótt þú sért dá­lítið að reyna að draga mig.“

Skammt er síðan Katrín Jakobsdóttir hvarf úr embættis forsætisráðherra. Málefni …
Skammt er síðan Katrín Jak­obs­dótt­ir hvarf úr embætt­is for­sæt­is­ráðherra. Mál­efni inn­flytj­enda hafa reynst stórt bit­bein í stjórn­ar­sam­starf­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Um­hverfið hef­ur breyst hratt

„Ég held að við verðum að horfa á að þetta um­hverfi hef­ur verið að breyt­ast mjög hratt. Við höf­um verið að sjá tölu­verða breyt­ingu á íbúa­sam­setn­ingu og það skipt­ir máli að við tök­um utan um það og tryggj­um að þau sem hingað koma njóti líka tæki­færa.“

En gerðuð þið það?

„Það var kynnt hér heild­ar­sýn í minni tíð í þess­um mála­flokki og ég vænti þess að hún sé bara í fullu gildi. En ég held að í stóru mynd­inni, sem varðar for­seta­embættið, sé það auðvitað hlut­verk for­set­ans að tala til allr­ar þjóðar­inn­ar og líka þeirra sem eru ekki af ís­lensk­um upp­runa og eru ekki fædd hér en eru samt hluti af sam­fé­lag­inu.“ Þannig bregst Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi við þegar hún er innt eft­ir því hvort þær breyt­ing­ar sem Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra hef­ur nú boðað á inn­flytj­enda­lög­gjöf­inni séu til marks um að hún hafi staðið gegn því að tök­um yrði náð á landa­mær­um Íslands síðustu árin.

Katrín er í ít­ar­legu viðtali í Spurs­mál­um en það má meðal ann­ars nálg­ast í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benedtiksson.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarni Bened­tiks­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina