Swift slær Spotify-met

Swift sló tvö Spotify-met á einum degi.
Swift sló tvö Spotify-met á einum degi. AFP

Nýja plata tón­list­ar­kon­unn­ar Tayl­or Swift, The Tort­ur­ed Poets Depart­ment, hef­ur slegið hlust­un­ar­met Spotify yfir flest­ar hlust­an­ir á ein­um degi. 

Þá sló hún annað met, sem sá staki listamaður sem hef­ur fengið flest­ar hlust­an­ir á ein­um degi á Spotify. 

Nýja plata Swift kom út í gær, en BBC grein­ir frá. 

31 nýtt lag 

Plat­an inni­held­ur 31 nýtt lag. Í fyrstu voru ein­ung­is gef­in út sex­tán lög en ör­fá­um klukku­stund­um síðar gaf tón­list­ar­kon­an út 15 lög til viðbót­ar, öll­um að óvör­um. 

Swift er sögð op­in­bera reiði sína í garð fyrr­ver­andi elsk­huga og ástarsorg á nýju plöt­unni. Kunn­ug­legt stef í tónlist stór­stjörn­unn­ar. 

Ástar­sam­bönd söng­kon­unn­ar hafa verið mikið til tals að und­an­förnu eft­ir að hún og breski leik­ar­inn Joe Alwyn hættu sam­an eft­ir liðlega sex ára sam­band.

Kafla­skil í lífi Tayl­or 

Tayl­or hef­ur gefið það út í tengsl­um við plöt­una að plat­an væri ákveðin kafla­skil í lífi henn­ar: „Þessi kafli er kom­inn á bak við lás og slá. Ég hef einskis að hefna, einskis til að semja til sátt­ar, sár­in hafa gróið,“ er haft eft­ir söng­kon­unni í um­fjöll­un BBC. 

Eft­ir sam­bands­lit Swift og Alwyn tók hún sam­an við söngv­ara hljóm­sveit­ar­inn­ar The 1975, Matt Hea­ly, en það sam­band varði ein­ung­is í rúm­an mánuð. Sam­bandið kom mörg­um aðdá­end­um söng­kon­unn­ar að óvör­um. 

Nú hef­ur Swift tekið sam­an við NFL-meist­ar­ann Tra­vis Kelce og vakið mikla at­hygli fyr­ir.

mbl.is