Vill engin tímamörk á fóstureyðingum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í Spurs­mál­um er Katrín spurð út í nokk­ur um­deild mál sem hún hef­ur komið að á síðustu árum. Eitt þeirra er lög­gjöf­in frá 2019 þar sem rétt­ur­inn til fóst­ur­eyðinga var rýmkaður. Þannig má nú eyða fóstr­um í allt að 22 vik­ur frá getnaði en áður fyrr giltu tíma­mörk sem miðuðu við 16 vik­ur. Í sömu lög­gjöf var hug­taka­notk­un breytt þannig að þar er ekki leng­ur talað um fóst­ur­eyðingu held­ur þung­un­ar­rof.

    Þá lýsti Katrín því yfir að hún teldi rétt að kon­ur hefðu rétt til þess að eyða fóstr­um allt fram að fæðingu, en hefðbund­in meðganga er tal­in 37 til 42 vik­ur. Seg­ist hún treysta kon­um til að taka rétt­ar ákv­arðanir um lík­ama sinn og að engri konu sé það létt­bært að láta eyða fóstri.

    Ákvörðun aldrei tek­in af léttúð

    Það geta komið upp þær aðstæður þar sem kon­ur upp á sitt eins­dæmi ákveða þetta fyr­ir hönd hins ófædda ein­stak­lings, ertu á þeirri skoðun, óháð öðru, að það sé rétt­ur viðkom­andi og að hann þurfi ekki að axla á því ábyrgð?

    „Ég hef stutt sjálfs­ákvörðun­ar­rétt kvenna og studdi því þetta mál því ég veit það bara að þetta er ekki ákvörðun sem er nokkru sinni tek­in af léttúð.“

    Þannig að þú ert á þeirri skoðun að það ættu ekki að vera viður­lög við því ef móðir tæki ákvörðun um að gera þetta fram á síðasta dag?

    „Ja, nú erum við bara með gild­andi lög og regl­ur og þeim þarf að sjálf­sögðu að fylgja eins og þau eru. En ég vil segja það líka, og það er áhuga­vert, að ný­lega var birt frétt um hvaða áhrif þessi lög­gjöf hefði haft og hún hef­ur alls ekki orðið til þess að fjölga…“

    Margt sem ger­ist í lífi fólks

    En það geta komið upp til­vik, og þess vegna spyr ég út í þetta.

    „Það get­ur margt gerst í lífi fólks en þetta snýst bara um það grund­vall­ar­atriði, treyst­um við kon­um? Og ég segi já við því.“

    Katrín Jakobsdóttir er nýjasti gestur Spursmála.
    Katrín Jak­obs­dótt­ir er nýj­asti gest­ur Spurs­mála. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

    Spurn­ing um að treysta fólki?

    En lög­in eru upp­full af laga­bálk­um þar sem við treyst­um ekki fólki. Þetta er vænt­an­lega ekki eina málið þar sem við treyst­um fólki ekki. Fólk get­ur líka tekið hræðileg­ar og sví­v­irðileg­ar ákv­arðanir og ríkið bregst við eða reyn­ir að koma í veg fyr­ir slíkt.

    „Ja, það er eins og ég segi með þess­ar ákv­arðanir að þær eru ekki tekn­ar af léttúð, þegar fólk ákveður að fara í þung­un­ar­rof. Þess vegna vil ég ekki tala um slík­ar ákv­arðanir sem sví­v­irðileg­ar, eins og að ráðast í glæpi eða eitt­hvað slíkt.“

    En mörg­um þætti það sví­v­irðilegt að deyða barn degi fyr­ir fæðingu.

    „Ég held líka að það sé ekki raun­in og bendi á reynsl­una af lög­un­um,“ svar­ar Katrín.

    Viðtalið við Katrínu Jak­obs­dótt­ur má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

    mbl.is