Afþakkaði orðuna en hyggst veita hana

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Katrín Jak­obs­dótt­ir afþakkaði boð for­seta Íslands um stór­kross fálka­orðunn­ar, skömmu eft­ir að hún tók við embætti for­sæt­is­ráðherra. Hefð er fyr­ir því að for­sæt­is­ráðherr­ar séu sæmd­ir henni.

    Þrátt fyr­ir þetta seg­ist Katrín ætla að veita orðuna, verði hún kjör­in for­seti og þar með stór­meist­ari fálka­orðunn­ar, m.a. for­sæt­is­ráðherr­um og öðrum æðstu emb­ætt­is­mönn­um rík­is­ins eins og hefð er fyr­ir.

    Þetta er upp­lýst í nýj­asta þætti Spurs­mála þar sem Katrín sit­ur fyr­ir svör­um.

    Sá ein­stak­ling­ur sem tek­ur við embætti for­seta þann 1. ág­úst næst­kom­andi hlýt­ur sjálf­krafa stór­kross fálka­orðunn­ar og tek­ur sam­hliða við sem stór­meist­ari orðunn­ar í stað frá­far­andi for­seta, Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar. El­iza Reid, frá­far­andi for­setafrú var einnig sæmd stór­krossi orðunn­ar þann 1. ág­úst 2016, þegar Guðni tók fyrst við embætti.

    Ekki all­ir mak­ar for­set­anna stór­ridd­ar­ar

    Það er þó ekki sjálf­gefið að maki for­seta hljóti hina miklu upp­hefð. Þannig voru þær Georgía Björns­son og Dóra Þór­halls­dótt­ir, eig­in­kon­ur fyrstu for­set­anna tveggja sæmd­ar stór­krossi. Það átti ekki við um Hall­dóru Eld­járn, eig­in­konu Kristjáns Eld­járns og held­ur ekki eig­in­kon­ur Ólafs Ragn­ar Gríms­son­ar, Guðrúnu Katrínu Þor­bergs­dótt­ur og Dor­rit Moussai­eff.

    Katrín Jakobsdóttir er nýjasti gestur Spursmála og ræðir þar meðal …
    Katrín Jak­obs­dótt­ir er nýj­asti gest­ur Spurs­mála og ræðir þar meðal ann­ars um framtíð fálka­orðunn­ar. mbl.isKrist­inn Magnús­son

    Orðaskipti Katrín­ar við þátt­ar­stjórn­anda um fálka­orðuna og af­stöðu henn­ar til orðunn­ar má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér fyr­ir neðan.

    Eitt af því sem leggst á þínar herðar, verðir þú kjör­in þann 1. júní næst­kom­andi er að verða stór­meist­ari fálka­orðunn­ar sem veitt er að minnsta kosti tvisvar á ári við form­leg­ar at­hafn­ir og oft­ar. Hver er afstaða þin til orðunn­ar, hyggstu halda í hana eða muntu beita þér fyr­ir því að hún verði lögð af?

    „Nei, alls ekki að leggja hana af. Mér finnst hún mjög mik­il­væg. Ég hef kannski...“

    Þú hef­ur sjálf afþakkað stór­kross­inn sem þú átt til­kall til sem for­sæt­is­ráðherra.

    „Já. Og ég segi. Það er orðunefnd sem ger­ir til­lögu um það hver fær orðu hverju sinni.“

    Eða for­set­inn beint.

    Frá innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti. Þar sést hann …
    Frá inn­setn­ingu Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar í embætti. Þar sést hann með keðju stór­meist­ara fálka­orðunn­ar. Sig­urðu Ingi Jó­hanns­son, for­sæt­is­ráðherra með stór­kross og borða en Markús Sig­ur­björns­son, for­seti hæsta­rétt­ar og Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is með stór­ridd­ara­kross sem bor­inn er um háls orðuþega. mbl.is/​Freyja Gylfa

    „Eða for­set­inn beint. Og mér finnst, ég var ein­mitt spurð að þessu, gam­an að segja frá því, ég hef verið spurð að þessu á ein­um þeirra funda sem ég sat. Og mér finnst sko fálka­orðan eiga að snú­ast um það þegar fólk hef­ur verið að beita sér með óeig­in­gjörn­um hætti í þágu sam­fé­lags­ins. Í sjálf­boðastarfi í íþrótta­hreyf­ing­unni, hef­ur náð framúrsk­ar­andi ár­angri í ein­hvers­kon­ar sam­fé­lags­störf­um, menn­ingu, list­um. Fyrst og fremst lít ég þannig á orðuna en ekki endi­lega að hún sé sjálf­sagður hluti af því að gegna því starfi sem maður gegn­ir...“

    Afþakkaði en mun veita öðrum for­sæt­is­ráðherr­um orðuna

    En þú afþakkaðir hana...

     „Já, það var eig­in­lega vegna þess­ar­ar af­stöðu minn­ar.“

    En þá munt þú ekki sæma næstu for­sæt­is­ráðherra, eða bisk­upa eða hæsta­rétt­ar­dóm­ara þess­um orðum miðað við þess­ar for­send­ur sem þú legg­ur til grund­vall­ar orðunni.

    Keðja stórmeistara fálkaorðunnar ásamt stórkrossi.
    Keðja stór­meist­ara fálka­orðunn­ar ásamt stór­krossi. Ljós­mynd/​For­seta­embættið

    „Ja, þetta hef­ur verið mín afstaða en ég er líka íhalds­söm að því leyti að mér hef­ur einnig þótt mik­il­vægt að halda utan um fyr­ir­komu­lag sem fólki þykir vænt um þótt ég hafi tekið þá af­stöðu per­sónu­lega að ég ætti ekki skilið að fá orðuna eft­ir mánuð í embætti.“

    En þegar for­seti Íslands kem­ur til þín og seg­ir sem for­seti og stór­meist­ari regl­unn­ar, nú ætla ég að sæma þig stór­kross­in­um og þú afþakk­ar hana, ert þú þá ekki að senda henni langt nef?

    „Nei alls ekki. Enda var ég ekk­ert að aug­lýsa þetta. Datt það nú ekki til hug­ar.“

    Ég er að aug­lýsa það.

    „Já þú ert að því, fyr­ir mína hönd. Ég bara lít á þetta, þetta er heiður sam­fé­lags­ins til fólks sem hef­ur lagt sig allt fram fyr­ir sam­fé­lagið. ÞAnnig sé ég orðuna. Þess vegna hugsaði ég, þegar mér var boðin hún eft­ir skamm­an tíma í embætti, hef ég gert nóg til að eiga þessa orðu skiið?“

    Það verður hver að svara því fyr­ir sig.

    „Já akkúrat.“

    Orða frá ár­inu 1921

    Það var Kristján X. kon­ung­ur Dan­merk­ur og Íslands sem stofn­setti ís­lensku fálka­orðuna árið 1921. Í kon­ungs­bréfi sem varð grund­völl­ur orðunn­ar seg­ir Kristján meðal ann­ars: „Oss hef­ur þótt rétt, til þess að geta veitt þeim mönn­um og kon­um, inn­lend­um og út­lend­um, sem skarað hafa fram úr öðrum í því að efla heiður og hag fóst­ur­jarðar­inn­ar að ein­hverju leyti, op­in­bera viður­kenn­ingu, að stofna ís­lenska orðu, sem Vér vilj­um að sé nefnd „Íslenski fálk­inn“.

    Eigi víkja

    Orðan var upp­haf­lega teiknuð af Hans Christian Tegner, pró­fess­or við Lista­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn í sam­starfi við Jón Hjaltalín Svein­björns­son kon­ungs­rit­ara og Poul Bredo Grandje­an skjald­ar­merkja­fræðing.

    Hef­ur orðan tekið nokkr­um breyt­ing­um síðan, ekki síst eft­ir lýðveld­is­stofn­un. Með for­seta­bréfi í rík­is­ráði sem haldið var á Þing­völl­um 11. júlí 1944 var kon­ung­s­kór­ón­an meðal ann­ars num­in brott sem og nafn kon­ungs sem stofn­anda henn­ar. Ein­kunn­ar­orðum var breytt úr „Aldrei að víkja“ í „Eigi víkja“. For­seti Íslands hef­ur frá lýðveld­is­stofn­un verið stór­meist­ari orðunn­ar.

    Viðtalið við Katrínu má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina