Niðurnjörvuð lög um strandveiðar

Veiðarnar hefjast í byrjun maí og mega standa yfir fram …
Veiðarnar hefjast í byrjun maí og mega standa yfir fram í lok ágúst. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Ég er ekki viss um að all­ir átti sig á því að það eru fá lög, held ég hrein­lega, eins niðurnjörvuð í sjáv­ar­út­veg­in­um og um strand­veiðar,“ sagði Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­vælaráðherra þegar hún svaraði fyr­ir­spurn Eyj­ólfs Ármanns­son­ar um strand­veiðar á Alþingi í vik­unni.

Veiðarn­ar hefjast í byrj­un maí og mega standa yfir fram í lok ág­úst. Hver bát­ur má veiða á hand­færi í 48 daga á tíma­bil­inu.

Eyj­ólf­ur benti á að í fyrra var strand­veiðitíma­bilið stöðvað 11. júlí, í hittifyrra var það stöðvað 21. júlí af því að svo­kallaður 5,3% pott­ur var bú­inn. Spurn­ing­in er þessi, sagði Eyj­ólf­ur: „Mun hæst­virt­ur mat­vælaráðherra skella í lás á miðju strand­veiðitíma­bili verði þessi pott­ur bú­inn eða mun hún bæta í pott­inn til að tryggja það að strand­veiðimenn og sjáv­ar­byggðir lands­ins fái 48 daga til að stunda strand­veiðar í sum­ar?“

Fylg­ir ráðgjöf Hafró

Bjarkey sagði í svari sínu að Haf­rann­sókna­stofn­un­in gæfi út ákveðinn kvóta og hún hygðist fylgja ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar. Af þess­um kvóta færu 5,35% í fé­lags­lega pott­inn og þar und­ir væru strand­veiðarn­ar. Fiski­stofa hefði aug­lýst eft­ir um­sókn­um og í pott­in­um væru 10 þúsund tonn af þorski.

„Þegar ég fékk bók­ina á borðið hjá mér áttaði ég mig á því að það er í raun­inni fátt sem hægt er að gera sem ein­hverju skipt­ir, svona veru­lega, nema það fari fyr­ir Alþingi og gerðar verði laga­breyt­ing­ar. Reglu­gerðarbreyt­ing­ar eru ekki mjög auðveld­ar. Það er ekki hægt að tryggja 48 daga út­hald í nú­ver­andi lagaum­hverfi.“

Nán­ar í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: