Telur margt geta breyst þegar kappræður hefjast

Halla kveðst heyra það á fólki og sjá það í …
Halla kveðst heyra það á fólki og sjá það í könnunum að margir bíði enn eftir því að sjá frambjóðendur í kappræðum. mbl.is/Óttar

Halla Tóm­as­dótt­ir tel­ur að fylgið geti tekið mikl­um breyt­ing­um þegar for­setafram­bjóðend­ur mæt­ast í kapp­ræðum.

„Við erum að gefa okk­ur góðan tíma til að hitta fólkið í land­inu og höf­um fulla trú á því. Eins og ég hef sagt áður þá held ég að í raun­inni byrji kosn­inga­bar­átt­an ekki fyrr en þjóðin fær tæki­færi til að átta sig á hver eru i fram­boði, sem kem­ur í ljós eft­ir rúma viku, og þjóðin fær tæki­færi til að sjá fram­bjóðend­ur sam­an í sam­tali,“ seg­ir Halla í sam­tali við mbl.is.

Í könn­un Pró­sents sem birt var í Morg­un­blaðinu í morg­un mæl­ist Halla með 5,8% fylgi og bæt­ir við sig frá könn­un Pró­sents í síðustu viku.

Viðtök­ur góðar

„Ég er bara mjög ró­leg að vinna mína vinnu, hitta fólkið í land­inu og hef fulla trú á því að það eigi margt eft­ir að breyt­ast þegar tæki­færi gefst til sam­tals á milli fram­bjóðenda,“ seg­ir Halla.

Halla seg­ir það sjást í könn­un­um og að hún heyri það í sam­töl­um að marg­ir lands­menn séu óákveðnir og bíði eft­ir því að fá að sjá fólkið í kapp­ræðum.

„Ég bíð ró­leg eft­ir því en auðvitað er þetta þol­in­mæðis­vinna þegar maður er að fara um og hitta fólk. En viðtök­ur eru alla vega af­skap­lega góðar hvert sem við för­um.“

Hlusta á það sem brenn­ur á fólki

Halla ferðast í dag um Suður­nes og hyggst fara í Árborg og ná­grenni á morg­un. Þá mun hún halda fundi um Aust­ur­land á næstu dög­um.

„Ég vil hitta fólk alls staðar fyr­ir og ég vil hlusta á fólk. Ég hef auðvitað verið að tala fyr­ir því að ég telji að Bessastaðir eigi að fara fyr­ir bæði sam­tali og sam­starfi milli ólíkra hópa og kyn­slóða um framtíðina,“ seg­ir Halla.

„Ég er að nálg­ast mitt fram­boð þannig að ég er ekki bara að kynna mig held­ur er ég líka að hlusta á það sem brenn­ur á fólki í land­inu. Sam­talið er mjög ríkt alls staðar sem ég hef farið hingað til og ég skynja djúpa þörf til að ræða mörg stór mál sem varða framtíð þess­ar­ar þjóðar og skipta næstu kyn­slóð ekki síst miklu máli.“

mbl.is