Áhrif hlýnunar mest í Asíu

Hitastig í heiminum var hærra en nokkru sinni fyrr á …
Hitastig í heiminum var hærra en nokkru sinni fyrr á síðasta ári. AFP

Hlýn­un jarðar hafði mest áhrif á Asíu á síðasta ári, að sögn Sam­einuðu þjóðanna. Flóð og storm­ar voru helstu ástæðurn­ar fyr­ir dauðsföll­um og efna­hags­leg­um áföll­um í heims­álf­unni.

Hita­stig í heim­in­um var hærra en nokkru sinni fyrr á síðasta ári og að sögn Veður- og lofts­lags­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna hlýnaði sér­stak­lega hratt í Asíu.

Alþjóðaveður­fræðistofn­un­in sagði áhrif­in af völd­um hita­bylgja í Asíu verða sí­fellt al­var­legri og ógna bráðnandi jökl­ar vatns­ör­yggi svæðis­ins í framtíðinni.

Stofn­un­in sagði að það hlýnaði hraðar í Asíu en þegar horft er á meðaltalið á heimsvísu og var hita­stigið í fyrra næst­um tveim­ur gráðum fyr­ir ofan meðaltalið frá 1961 til 1990.

mbl.is