Mest spennandi kosningar í áratugi

Eiríkur Bergmann.
Eiríkur Bergmann. mbl.is/Kristófer Liljar

Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann á Bif­röst, seg­ir kom­andi for­seta­kosn­ing­ar virðast ætla að verða ein­ar þær mest spenn­andi síðan Vig­dís Finn­boga­dótt­ir var kjör­in for­seti Íslands árið 1980. Eng­inn einn fram­bjóðandi hafi á þessu stigi tekið fram úr hinum og lín­urn­ar því enn óskýr­ar.

Vís­ar hann til þess að þegar Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son náði kjöri árið 1996 og Guðni Th. Jó­hann­es­son 2016 hafi þótt ljóst nokkuð snemma hver yrði for­seti.

„Núna er eng­inn slík­ur. Maður hefði getað haldið að Katrín [Jak­obs­dótt­ir] yrði þessi fram­bjóðandi en hún er alla vega ekki orðin það enn þá,“ seg­ir Ei­rík­ur í Dag­mál­um í dag.

Halla Hrund Loga­dótt­ir mæl­ist nú með 18% fylgi og eykst fylgi henn­ar mikið í könn­un­um milli vikna. Aðspurður kveðst Ei­rík­ur sjá lík­indi milli Höllu Hrund­ar og Vig­dís­ar á sín­um tíma.

„Áran yfir henni, hvernig hún ber sig og sýn­in á embættið. Og svona þetta þjóðlega en um leið þetta fram­sækna sem virðist fylgja henni,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Spurður hvort hann telji það von­brigði fyr­ir Katrínu að mæl­ast ekki með meira fylgi en raun ber vitni seg­ir hann að svo gæti verið. „Ég held að ein­hverj­ir hafi átt von á að hún myndi stinga af og þetta væri bara búið spil.“ 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: