Sádar heiðruðu félag fanga á Íslandi

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, tók við viðurkenningunni.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, tók við viðurkenningunni. Ljósmynd/Aðsend

Afstaða, fé­lag fanga á Íslandi, fékk í gær viður­kenn­ingu og gjöf frá inn­an­rík­is­ráðuneyti Sádi-Ar­ab­íu og þarlend­um há­skóla fyr­ir störf fé­lags­ins og mann­rétt­inda­bar­áttu í þágu fanga.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Af­stöðu.

Sendi­nefnd með full­trú­um inn­an­rík­is­ráðuneyt­is Sádi-Ar­ab­íu og nai Arab-há­skól­an­um eru hér á landi til að kynna sér hvernig end­ur­hæf­ing­ar- og fang­els­is­mál­um er háttað á Íslandi og víðar á Norður­lönd­um.

Sádar ætla að breyta eig­in kerfi

„Sádi-Ar­ab­ía hef­ur hafið und­ir­bún­ing á að breyta fang­elsis­kerf­inu hjá sér í átt að Norður­landa­mód­el­inu, sem reynd­ar Ísland er ekki með nema að hluta,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Full­trú­ar fang­els­is­mála­stofn­un­ar á Íslandi ásamt for­manni Af­stöðu tóku á móti sendi­nefnd­inni á Hólms­heiði í gær og verður sendi­nefnd­in hér næstu daga. Þá hef­ur sendi­nefnd­in boðið full­trúa Af­stöðu og fang­els­is­mála­stofn­un að koma til Sádi Ar­ab­íu og skoða þeirra úrræði.

„Sádarn­ir sögðu einnig frá því að þau væru með svipað úrræði eins og Afstaða er, en það heyr­ir beint und­ir kon­ung­inn og væri því ekki sjálf­stætt fé­lag en gerði mjög mikið gagn,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is