Verður forsetaframbjóðandi í nágrenni við þig?

Það er nóg um að vera hjá frambjóðendum á fimmtudaginn.
Það er nóg um að vera hjá frambjóðendum á fimmtudaginn. Samsett mynd

Kosn­inga­bar­átt­an er kom­in á flug og á sum­ar­dag­inn fyrsta á fimmtu­dag verða fram­bjóðend­ur á víð og dreif að hitta kjós­end­ur.

mbl.is hafði sam­band við kosn­ingat­eymi fram­bjóðenda og spurði ein­fald­lega hvort að ein­hver dag­skrá væri hjá fram­bjóðend­um á sum­ar­dag­inn fyrsta.

Svör­in létu ekki á sér standa, en nóg er um að vera hjá fram­bjóðend­um og verða sum­ir með þjóðþekkta ein­stak­linga með sér á fram­boðsfund­um.

Bald­ur opn­ar kosn­inga­miðstöð

Bald­ur Þór­halls­son hafði hugsað sér að byrja dag­inn á því að kíkja í Garðyrkju­skól­inn á Reykj­um – þar sem fram fer ár­leg hátíðardag­skrá skól­ans. Þá stend­ur til að stoppa í há­deg­is­mat á Sel­fossi í mat­höll­inni á leið Bald­urs og eig­in­manns hans, Fel­ix Bergs­son­ar, í ferm­ing­ar­veislu á Hellu. Eft­ir það verður form­leg opn­un kosn­inga­miðstöðvar hans.

„Eft­ir það munu Bald­ur og Fel­ix bruna í bæ­inn til að opna kosn­inga­miðstöð sína með form­leg­um hætti, en hún verður opnuð með pompi og prakt, þar sem fjöldi lista­manna hafa boðað komu sína, að Grens­ás­vegi 16.

Gleðin hefst klukk­an 16.00 en boðið verður upp á veit­ing­ar og ýmis skemmti­atriði. Meðal þess lista­fólks sem fram koma eru Reykja­vík­ur­dæt­ur, Salka Sól, Gunni og Fel­ix og fleiri góðir gest­ir,“ seg­ir í svari frá fram­boðinu.

Bubbi spil­ar á sum­ar­há­tið hjá Katrínu

En það er ekki bara Bald­ur sem verður með tón­list­ar­atriði á sín­um snær­um á fimmtu­dag­inn því Katrín Jak­obs­dótt­ir mun blása til sum­ar­hátíðar og stuðnings­fund­ar þar sem meðal ann­ars Bubbi Mort­hens stíg­ur á stokk. Sum­ar­hátíðin verður á Nasa við Aust­ur­völl á milli klukk­an 15 og 17.

„Bubbi, Gugus­ar, Jakob Birg­is­son og Gerður Krist­ný koma fram og Katrín flyt­ur er­indi. Unn­ur Ösp verður kynn­ir og nóg verður af kaffi og veit­ing­um – við von­umst til að sjá sem flest,“ seg­ir í svari fram­boðs Katrín­ar.

Halla Tóm­as­dótt­ir á Eg­ils­stöðum

Halla Tóm­as­dótt­ir er eini fram­bjóðand­inn sem mbl.is veit af sem verður með viðburð á lands­byggðinni á sum­ar­dag­inn fyrsta.

Hún boðar íbúa á Eg­ils­stöðum og ná­grenni vel­komna á op­inn fund með sér á Tehús­inu klukk­an 14 á fimmtu­dag­inn.

Jón Gn­arr kík­ir á skáta

Jón Gn­arr er ekki bú­inn að festa niður ná­kvæm­ar tíma­setn­ing­ar og staðsetn­ing­ar fyr­ir sum­ar­dag­inn fyrsta, en þó er það ákveðið að Jón og fjöl­skylda munu kíkja á viðburði á veg­um skáta og líta við á Hönn­un­ar­mars.

Halla Hrund verður á kosn­inga­miðstöðinni

Á sum­ar­dag­inn fyrsta ætl­ar Halla Hrund Loga­dótt­ir að taka á móti gest­um í kosn­inga­miðstöð sinni að Nóa­túni 17.

Að sögn fram­boðsins þá er aldrei að vita nema hún kíki á aðra dag­skrá sem sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu bjóða upp á.

Arn­ar verður á kosn­inga­miðstöðinni

Arn­ar Þór Jóns­son eyðir fyrri part dags­ins með vin­um og fjöl­skyldu og opn­ar svo kosn­inga­miðstöð sína klukk­an 14 að Ármúla 15.

Ásdís Rán verður í miðbæn­um

Ásdís Rán verður á ferð um miðbæ Reykja­vík­ur á Hönn­un­ar­mars og hyggst koma við á sýn­ing­um og viðburðum. Þá kík­ir hún jafn­vel við í Grasag­arðinum á Barna­menn­ing­ar­hátíð.

Þá tek­ur Ásdís það fram að hægt er að bóka hana í sér­stak­ar heim­sókn­ir með því að senda fram­boðinu tölvu­póst.

Helga Þórisdóttir.
Helga Þóris­dótt­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Helga ferðast um Norður­land

Helga Þóris­dótt­ir verður á ferðalagi um Norður­land á sum­ar­dag­inn fyrsta. Hún er ekki með skipu­lagðan viðburð á sum­ar­dag­inn fyrsta en hlakk­ar til að spóka sig um með heima­fólki, heim­sækja vini, vanda­menn og stuðnings­fólk, að því er kem­ur fram í svari fram­boðsins.

„Seinnipart dags­ins mun hún svo rúlla aft­ur suður, fá sér kaffi og vöffl­ur á sveita­bæ og mjög lík­lega klappa lambi eins og er svo vin­sælt hjá fram­bjóðend­um enda mik­il nátt­úru­kona hún Helga.“

Sigríður Hrund Pétursdóttir.
Sig­ríður Hrund Pét­urs­dótt­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sig­ríður með fjöl­skyld­unni

Sig­ríður Hrund Pét­urs­dótt­ir verður með fjöl­skyldu sinni á sum­ar­dag­inn fyrsta.

„Það er hefð hjá þeim að vera sam­an þann dag, gefa sum­ar­gjaf­ir og halda upp á tíma­mót. Einnig eru nokk­ur ferm­ing­ar­börn sem þarf að sam­gleðjast á þess­um góða degi,“ seg­ir i svari fram­boðsins.

mbl.is