Brim fjárfesir í vistvænum krapavélum

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, Freyr Friðriksson og Guðmundur Kristjánsson á …
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, Freyr Friðriksson og Guðmundur Kristjánsson á sýningunni í BArselóna á Spáni í dag. Ljósmynd/Kapp

Á alþjóðlegu sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Bar­sel­óna í dag und­ir­rituðu Freyr Friðriks­son, for­stjóri KAPP ehf., og Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, samn­ing um kaup á OptimICE krapa­vél­ar frá KAPP sem komið verður fyr­ir um borð í skip­un­um Ak­ur­ey AK-10 og Viðey RE-50.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

„Þetta er mik­il­vægt skref fyr­ir KAPP að hafa gert þenn­an samn­ing við Brim og sýn­ir að sá búnaður sem KAPP fram­leiðir und­ir vörumerk­inu OptimICE er að virka mjög vel þegar kem­ur að kæl­ingu á hrá­efn­um fyr­ir kröfu­h­arðan sjáv­ar­út­veg. Við erum í stöðugri sókn með okk­ar vör­ur og þjón­ustu, ásamt því að þróa nýj­an búnað og lausn­ir fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn. Við tök­um þátt í þeirri veg­ferð sem ís­lensk sjáv­ar­út­veg­ur er á í um­hverf­is- og rekstr­ar­mál­um þegar kem­ur að kæl­ingu afl­ans,“ seg­ir Freyr í til­kynn­ing­unni.

OptimICE er hraðkæli­kerfi sem fram­leiðir ískrapa úr sjó. Fljót­andi ís­skrap­inn um­lyk­ur fisk­inn og kæl­ir hann hratt niður fyr­ir núll gráður og held­ur hita­stigi um mín­us hálfa gráðu. Ískrap­inn trygg­ir raka­stig fisks­ins ásamt því að drena vel frá fisk­in­um sem viðheld­ur fersk­leika hans.

„Þetta er mjög já­kvætt skref fyr­ir Brim að landa þess­um samn­ingi. Við erum að mörgu leyti í far­ar­broddi þegar kem­ur að nýj­ung­um og lausn­um í sjáv­ar­út­vegi. Ég tala nú ekki um þegar kem­ur að um­hverf­is- og rekst­arþætt­in­um sem spil­ar stórt hlut­verk við þessa ákv­arðana­töku,“ seg­ir Guðmund­ur.

Nýrri krapavél frá Kapp verður komið fyrir í Akurey AK.
Nýrri krapa­vél frá Kapp verður komið fyr­ir í Ak­ur­ey AK. mbl.is

Þessi nýja vél er fyrsta fjölda­fram­leidda krapa­vél­in á heimsvísu sem not­ar kolt­ví­sýr­ing sem kælimiðil. Öll hönn­un, þróun og smíði á vél­inni hef­ur verið hjá KAPP þar sem all­ar krapa­vél­ar eru fram­leidd­ar. Ork­u­nýtni nýju vél­ar­inn­ar er mun betri en í eldri vél­um.

Freyr seg­ir að mik­il áhersla hafi verið hjá út­gerðum hjá Íslandi og í Evr­ópu að minnka kol­efn­is­spor sitt og er nýja vél­in því bylt­inga­kennd í þeim aðgerðum. ,,Með nýju krapa­vél­inni næst enn einn áfangi í að lækka kol­efn­is­sportið hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um um all­an heim. CO2 kæli­kerfið er 100% vist­vænt og hannað til að halda kol­efn­is­spor­inu í al­geru lág­marki en á sama tíma minnka rekstr­ar­kostnað," seg­ir Freyr.

mbl.is