Lög um bann við TikTok undirrituð í dag

Joe Biden mun undirrita lögin í dag.
Joe Biden mun undirrita lögin í dag. AFP/Oliver Douliery

Banda­ríska öld­unga­deild­in samþykkti í nótt frum­varp sem þving­ar kín­verska eig­end­ur sam­fé­lags­miðils­ins TikT­ok að losa sig við kín­verska eig­end­ur sína ell­egar eiga yfir höfði sér bann í Banda­ríkj­un­um. Banda­ríkja­for­seti mun und­ir­rita frum­varpið í dag sem mun gera það að lög­um.

Banda­rísk­ir og vest­ræn­ir emb­ætt­is­menn hafa löng­um varað við því að TikT­ok safni of mikið af gögn­um um not­end­ur og að kín­versk stjórn­völd hafi greiðan aðgang að þeim gögn­um. Þá hafa sum­ir einnig sakað kín­versk stjórn­völd um að dreifa áróðri á sam­fé­lags­miðlin­um. Kín­versk stjórn­völd og TikT­ok hafna þeim ásök­un­um.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti mun und­ir­rita lög­in í dag en þau þvinga ByteD­ance, eig­anda TikT­ok, til að selja sam­fé­lags­miðil­inn á inn­an við ári ell­egar muni for­rit­in App store og Google play store ekki veita not­end­um aðgang að TikT­ok.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna. AFP/​Jim Wat­son

Samþykktu hernaðaraðstoð einnig

Í nótt samþykkti öld­unga­deild­in fjög­ur frum­vörp sem var vafið sam­an í einn hjálp­arpakka. Í meg­in­drátt­um sner­ist sá pakki um um­fangs­mik­inn hernaðarstuðning fyr­ir Úkraínu, Ísra­el og Taív­an en einnig var þar að finna um­rætt frum­varp um bann við TikT­ok.

Joe Biden hef­ur sagt að hann muni und­ir­rita þau lög í dag.

Full­trúa­deild­in hafði samþykkt frum­varp um bann við TikT­ok fyr­ir tveim­ur mánuðum en öld­unga­deild­in hafði ekki tekið það upp. Þegar full­trúa­deild­in samþykkti hjálp­arpakk­ann fyr­ir fjór­um dög­um létu þeir TikT­ok-frum­varpið fylgja þeim pakka svo að öld­unga­deild­in þyrfti að samþykkja öll frum­vörp­in í heild sinni, sem öld­unga­deild­in gerði svo í nótt.

mbl.is