Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt frumvarp sem þvingar kínverska eigendur samfélagsmiðilsins TikTok að losa sig við kínverska eigendur sína ellegar eiga yfir höfði sér bann í Bandaríkjunum. Bandaríkjaforseti mun undirrita frumvarpið í dag sem mun gera það að lögum.
Bandarískir og vestrænir embættismenn hafa löngum varað við því að TikTok safni of mikið af gögnum um notendur og að kínversk stjórnvöld hafi greiðan aðgang að þeim gögnum. Þá hafa sumir einnig sakað kínversk stjórnvöld um að dreifa áróðri á samfélagsmiðlinum. Kínversk stjórnvöld og TikTok hafna þeim ásökunum.
Joe Biden Bandaríkjaforseti mun undirrita lögin í dag en þau þvinga ByteDance, eiganda TikTok, til að selja samfélagsmiðilinn á innan við ári ellegar muni forritin App store og Google play store ekki veita notendum aðgang að TikTok.
Í nótt samþykkti öldungadeildin fjögur frumvörp sem var vafið saman í einn hjálparpakka. Í megindráttum snerist sá pakki um umfangsmikinn hernaðarstuðning fyrir Úkraínu, Ísrael og Taívan en einnig var þar að finna umrætt frumvarp um bann við TikTok.
Joe Biden hefur sagt að hann muni undirrita þau lög í dag.
Fulltrúadeildin hafði samþykkt frumvarp um bann við TikTok fyrir tveimur mánuðum en öldungadeildin hafði ekki tekið það upp. Þegar fulltrúadeildin samþykkti hjálparpakkann fyrir fjórum dögum létu þeir TikTok-frumvarpið fylgja þeim pakka svo að öldungadeildin þyrfti að samþykkja öll frumvörpin í heild sinni, sem öldungadeildin gerði svo í nótt.
Tonight, a bipartisan majority in the Senate joined the House to answer history’s call at this critical inflection point. Congress has passed my legislation to strengthen our national security and send a message to the world about the power of American leadership: we stand… pic.twitter.com/sO67EAAJ6A
— President Biden (@POTUS) April 24, 2024