Steinunn Ólína hjólar í Katrínu

Samsett mynd

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir for­setafram­bjóðandi skýt­ur föst­um skot­um á Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­setafram­bjóðanda í mynd­bandi á face­book. Seg­ir hún að frum­varp um fisk­eldi hafi valdið því að Katrín hafi farið í for­setafram­boð.

„Auðsýnt er að fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, forðaði sér úr stjórn­mál­un­um áður en frum­varp henn­ar og Svandís­ar Svavars­dótt­ur fór til umræðu í þing­inu. Þetta gjafa­kvótafrum­varp ætl­ar hún að reyna að þvo hend­ur sín­ar af með for­setafram­boði sínu,“ sagði Stein­unn.

Frum­varpið var unnið á meðan Svandís Svavars­dótt­ir innviðaráðherra var mat­vælaráðherra og lagt fram á Alþingi 27. mars. Þá var Katrín starf­andi mat­vælaráðherra á meðan Svandís var í leyfi vegna brjóstakrabba­meins.

„Þarf ekki að spyrja að leiks­lok­um“

„Það skal eng­inn velkj­ast í vafa um að þetta er nýtt gjafa­kvóta­kerfi sem deilt verður út með leyf­um fjarða á milli sem bæði má selja og leigja áfram meðan birgðir end­ast,“ seg­ir Stein­unn.

Hún seg­ir enn frem­ur að þetta frum­varp ít­reki mik­il­vægi mál­skots­rétt þjóðar­inn­ar og að það muni skipta máli hver sit­ur í embætti for­seta Íslands þegar frum­varpið fer til at­kvæðagreiðslu í þing­inu.

„Og verði þá í embætti for­seta Íslands Katrín Jak­obs­dótt­ir þarf ekki að spyrja að leiks­lok­um. Hver trú­ir því að hún í embætti for­seta Íslands muni hafna frum­varpi því sem var samið af henn­ar flokks­fólki í henn­ar rík­is­stjórn. Hug­takið van­hæfi snýr öðrum þræði að yf­ir­bragði kerf­is­ins. Hafið á að vera yfir all­an vafa hvort for­seti Íslands sé hæf­ur þegar kem­ur að und­ir­rit­un laga frá Alþingi,“ sagði Stein­unn.

Kall­ar frum­varpið landráðamál

Að lok­um skor­ar hún á fjöl­miðla að flytja al­menn­ingi „eng­ar frétt­ir aðrar en þær sem varða þetta óhuggu­lega, ég leyfi mér að segja, landráðamál sem i upp­sigl­ingu er á Alþingi Íslands“.

Hægt er að horfa á mynd­bandið í heild sinni á face­booksíðu henn­ar.

Áður en Stein­unn til­kynnti um fram­boð sitt sagði hún að hún myndi bara bjóða sig fram ef Katrín byði sig fram. Hún bauð sig svo fram fá­ein­um dög­um áður en Katrín til­kynnti um fram­boð.

mbl.is