Baldur: Man ekki hvernig hann kaus í Icesave

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:36
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:36
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Bald­ur Þór­halls­son, for­setafram­bjóðandi, seg­ist ekki muna hvernig hann greiddi at­kvæði í þjóðar­at­kvæðagreiðsl­un­um um Ices­a­ve á sín­um tíma. Þetta viður­kenn­ir hann í nýj­asta þætti Spurs­mála.

Orðaskipt­in

Ertu til í að upp­lýsa hvort þú kaust með samn­ing­un­um eða á móti?

„Ég bara ein­fald­lega, í sann­leika sagt, bara hrein­lega man það ekki. Ég bara hrein­lega sagt man það ekki.“

Var varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar á sama tíma

Þannig bregst Bald­ur Þór­halls­son, for­setafram­bjóðandi og pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við spurn­ingu þátt­ar­stjórn­anda þegar hann er spurður hvernig hann beitti at­kvæði sínu í þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Ices­a­ve-samn­ing­ana. Þáver­andi for­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, vísaði samn­ing­un­um í þjóðar­at­kvæði í óþökk þáver­andi meiri­hluta á Alþingi sem leidd­ur var af Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og Stein­grími J. Sig­fús­syni. Bald­ur var á þeim tíma varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Tjáði sig um samn­ing­ana á sín­um tíma

Í viðtal­inu er hann einnig spurður út í um­mæli sem hann létt falla árið 2011 varðandi máls­kosts­rétt for­seta og Ices­a­ve-samn­ing­ana.

Í klipp­unni hér að ofan má sjá hvernig Bald­ur fer yfir það mál en hann seg­ir að ákvörðun Ólafs hafi leitt til stjórn­mála­legs óstöðug­leika.

Viðtalið við Bald­ur má sjá og heyra í heild sinni hér:

Baldur Þórhallsson er nýjasti gestur Spursmála og svarar þar spurningum …
Bald­ur Þór­halls­son er nýj­asti gest­ur Spurs­mála og svar­ar þar spurn­ing­um um for­seta­embættið og fyrri störf. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina