Beint í sauðburð í Dölunum

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi mætir í Hörpu til að skila …
Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi mætir í Hörpu til að skila inn framboði sínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halla Hrund Loga­dótt­ir seg­ist þakk­lát fyr­ir þann meðbyr sem hún hef­ur fengið í kosn­inga­bar­átt­unni en hún líkt og aðrir for­setafram­bjóðend­ur skilaði inn und­ir­skriftal­ist­um í Hörpu í dag.

Hún mæl­ist nú með tæp­lega 20% fylgi í skoðana­könn­un­um. Hún hyggst byrja kosn­inga­bar­átt­una á sauðburði í Döl­un­um áður en hún fer í sam­tal við lands­menn um landið. 

„Ég hlakka til að eiga sam­tal við lands­menn um það sem skipt­ir máli. Það snýst um tæki­færi fyr­ir framtíðina og ég sé for­seta­embættið sem magnara fyr­ir okk­ar tæki­færi,“ seg­ir Halla Hrund.

Hún seg­ist finna mik­inn hljóm­grunn með henn­ar gild­um sem eru sam­vinna og sam­taka­mátt­ur.

„For­seta­embættið hef­ur mögu­leika á því að draga sam­an ólíka aðila í sam­fé­lag­inu og lyfta upp tæki­fær­um í byggðum lands­ins og að styðja við að við get­um flutt út okk­ar þekk­ingu. Við þurf­um að styðja ný­sköp­un og opna dyr er­lend­is og magna tæki­færi lista­fólks í hinum stóra heimi. Það er þannig sem ég lít á þetta embætti. For­seti á að vera öfl­ug­ur liðsmaður við þjóðina og öfl­ug­ur liðsmaður í að opna tæki­fær­in sem eru fræ­in sem við sáum í dag og munu blómstra. Ekki bara í dag held­ur líka fyr­ir þá sem á eft­ir koma,“ seg­ir Halla Hrund.

mbl.is