„Ég var feiminn gagnvart þessu fyrst“

Baldur Þórhallsson mættur í Hörpu til að skila inn framboði …
Baldur Þórhallsson mættur í Hörpu til að skila inn framboði sínu til embættis forseta. Með honum í för var eiginmaður hans Felix Bergsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bald­ur Þór­halls­son seg­ir til­finn­ing­una hálf óraun­veru­lega að skila inn und­ir­skriftal­ista til Lands­kjörs­stjórn­ar. Hann kveðst fyrst hafa verið feim­inn þegar hann var hvatt­ur til að bjóða sig fram til for­seta, en að nú sé til­finn­ing­in góð. 

„Hún er svona hálfóraun­veru­leg verð ég að viður­kenna. Maður hef­ur ekki séð sjálf­an sig í þessu hlut­verki. En þetta var í raun­inni bara hátíðleg stund þar sem vel var tekið á móti okk­ur í Hörpu. Það er gam­an að sjá þessa góðu um­gjörð sem er í kring­um þetta og við feng­um leiðbein­ing­ar síðan í fram­hald­inu. Þannig að bara ein­stak­lega góð,“ seg­ir Bald­ur. 

„Ég var feim­inn gagn­vart þessu fyrst til að byrja með þegar var leitað til okk­ar í upp­hafi árs. En við höf­um ákveðið að láta slag standa til að hjálpa til við góð mál­efni og veita rík­is­stjórn hvers tíma ákveðið aðhald,“ seg­ir Bald­ur. 

Finn­ur fyr­ir vax­andi meðbyr

Bald­ur mæl­ist ým­ist efst­ur eða næst efst­ur í fylg­is­könn­un­um. Spurður hvort hann telji að hann muni hljóta kjör kveðst hann finna fyr­ir vax­andi meðbyr.

„Við erum mjög bjart­sýn­ir, auðvitað kann­an­ir bara mæl­ing á hverj­um tíma­punkti. Við erum bún­ir að ferðast um meg­inþorra Suður­lands, allt Aust­ur­land og Norður­land og við finn­um fyr­ir mikl­um og vax­andi meðbyr,“ seg­ir Bald­ur. 

Bald­ur og eig­inmaður hans, Fel­ix Bergs­son, hafa heim­sótt fjölda staða á ferð sinni um landi og seg­ist Bald­ur orðlaus yfir mót­tök­un­um. Þá opnaði hann kosn­inga­miðstöð sína og 700 manns mættu. 

En hvernig for­seti verður Bald­ur?

„For­seti sem horf­ir yfir öxl­ina á þing­heimi til þess að tryggja að þingið fari ekki fram úr sér. Gríp­ur í neyðar­hem­il­inn, mál­skots­rétt­inni, ef þess er þörf ef þingið ætl­ar fram úr sér. en vinn­ur líka sér­stak­lega að góðum þver­póli­tísk­um mál­um eins og til dæm­is að láta þann draum okk­ar verða að veru­leika að við stönd­um fremst meðal þjóða þegar kem­ur að mál­efn­um barna og ung­menna.“

mbl.is