Hvað hyggst Baldur gera á Bessastöðum?

Baldur Þórhallsson, Stefanía Óskarsdóttir og Halldór Halldórsson eru gestir Stefáns …
Baldur Þórhallsson, Stefanía Óskarsdóttir og Halldór Halldórsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Bald­ur Þór­halls­son, for­setafram­bjóðandi og stjórn­mála­pró­fess­or, sit­ur fyr­ir svör­um í næsta þætti af Spurs­mál­um sem verður sýnd­ur á mbl.is klukk­an 14 í dag.

Í upp­hafi kom fram­boð Bald­urs mörg­um í opna skjöldu. Sam­kvæmt nýj­ustu skoðana­könn­un­um virðist vera sem Bald­ur sé á góðri sigl­ingu og er einn þeirra fjög­urra fram­bjóðanda sem nýt­ur yfir tíu pró­senta fylgi. 

Í þætt­in­um verður krefj­andi spurn­ing­um beint að Baldri og knúið á um svör hvers kon­ar hug­sjón hann hef­ur til embætt­is for­seta Íslands. 

Sér­fræðing­ar í stjórn­mál­um mæta í settið

Frétt­ir vik­unn­ar verða einnig á sín­um stað í þætt­in­um. Yf­ir­ferð á því sem bar hæst á góma í líðandi viku verður í hönd­um þeirra Hall­dórs Hall­dórs­son­ar, stjórn­mála­manns og fyrr­ver­andi for­manns Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, og Stef­an­íu Óskars­dótt­ur stjórn­mála­fræðings og er á nógu að taka. 

Vertu viss um að fylgj­ast með Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14. 

mbl.is