„Nú mega hinir frambjóðendurnir fara að passa sig“

Ásdís Rán Gunnarsdóttir var mætt í Hörpu til að skila …
Ásdís Rán Gunnarsdóttir var mætt í Hörpu til að skila inn framboði sínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú byrj­ar ballið. Nú mega hinir fram­bjóðend­urn­ir fara að passa sig," seg­ir Ásdís Rán sem skilaði inn und­ir­skriftal­ista fyr­ir for­seta­kosn­ing­ar til Lands­kjörs­stjórn­ar fyr­ir skemmstu.

Hún seg­ir að henni hafi tek­ist að fá lág­marks fjölda und­ir­skrifta í gær. Hún sé stolt og feg­in að þessu sé lokið og nefn­ir að það sé erfiðara en marg­ur haldi að ná lág­marki und­ir­skrifta.

Nú ert þú að mæl­ast með 1% fylgi. Hvernig hyggst þú nálg­ast al­menn­ing til að ná inn fleiri at­kvæðum.

„Ég ætla bara að vera ég sjálf. Ég hef ekki verið í sviðsljós­inu hingað til. Ég vil ekki taka mark á þessu eina pró­senti eins og er því kann­an­ir hafa flest­ar ekki leyft mér að vera með hingað til. Ég get al­veg lofað því að ekki er hringt í minn mark­hóp í þess­um könn­un­um.“

Hvernig for­seti verður Ásdís Rán?

Ég er heiðarleg, mann­leg og ég er kona fólks­ins. Ég kem til dyr­anna eins og ég er klædd og það er hægt að treysta mér," seg­ir Ásdís Rán.

mbl.is