Sjóvá og Síldarvinnslan áfram í samstarfi

Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar og Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá við …
Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar og Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá við undirritun samningsins. Ljósmynd/Sjóvá

Gunnþór Ingvars­son for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar og Her­mann Björns­son for­stjóri Sjóvá und­ir­rituðu ný­lega áfram­hald­andi sam­starfs­samn­ing um trygg­ing­ar. Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér að Sjóvá trygg­ir starf­semi Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Vís­is og tengdra fé­laga, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Sjóvá.

Fram kem­ur að í samn­ingn­um er lögð áhersla á áfram­hald­andi sam­starf um for­varn­ir og ör­ygg­is­mál hjá um­rædd­um fyr­ir­tækj­um.

Síld­ar­vinnsl­an hf. er eitt af stærstu sjáv­ar­æ­ut­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins og er stærst á sviði veiða og vinnslu upp­sjáv­ar­teg­unda, auk þess að vera stærstiu fram­leiðandi fiski­mjöls og lýsi á Íslandi.

„Þessi samn­ing­ur er okk­ur afar mik­il­væg­ur, og ánægju­legt að við séum að ná sam­an um áfram­hald­andi trygg­ing­ar fyr­ir Síld­ar­vinnsl­una. Sjóvá var auðvitað stofnað í kring­um trygg­ing­ar í sjáv­ar­út­vegi og áfram vilj­um við vera sterk og standa með þess­ari und­ir­stöðuat­vinnu­grein okk­ar Íslend­inga. Við hlökk­um því til að halda áfram að byggja við þetta far­sæla sam­starf, sem hef­ur meðal ann­ars reynst ár­ang­urs­ríkt þegar litið er til for­varna,“ seg­ir Her­mann.

Þá er í til­kynn­ing­unni vak­in at­hygli á því að Sjóvá hef­ur tengst ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi sterk­um bönd­um allt frá stofn­un Sjóvá­trygg­inga­fé­lags Íslands árið 1918. „Sjóvá býður upp á víðtæka trygg­ing­ar­vernd fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki sem starfa í sjáv­ar­út­vegi og hef­ur að auki lagt mikla áherslu á for­varn­ar­starf og ör­ygg­is­mál í grein­inni, meðal ann­ars með öfl­ugu sam­starfi við fyr­ir­tæki eins og Síld­ar­vinnsl­una.“

mbl.is