Sólberg fyrsti íslenski togarinn með UNO

Ólafur H. Marteinsson hjá Ísfélagi hf. og Ragnar Guðmundsson hjá …
Ólafur H. Marteinsson hjá Ísfélagi hf. og Ragnar Guðmundsson hjá Vélfagi handsöluðu samninginn í Barselóna. Ljósmynd/Vélfag

Fisk­vinnslu­vél­in UNO virðist hafa reynst vel um borð Sól­bergi ÓF og hef­ur Ísfé­lag hf. gengið frá samn­ingi við Vélfag ehf. um að festa kaup á tæk­inu og verður tog­ar­inn nú sá fyrsti hér á landi með tækið um borð.

Próf­an­ir með UNO um borð í Sól­berg­inu stóðu yfir fyrr á ár­inu og voru samn­ing­ar und­ir­ritaðir á síðasta degi alþjóðlegu sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­ar­inn­ar í Bar­sel­óna á Spáni í gær, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á Face­book-síðu Vélfags.

UNO er al­hliða vinnslu­vél sem get­ur leyst fjór­ar til fimm eldri vél­ar af hólmi. Vél­in tek­ur við slægðum fiski og sér um að flaka, skera út beingarð og roðrífa án ut­anaðkom­andi aðstoðar. Þannig skil­ar tækið frá sér flök­um sem eru til­bú­in til snyrt­ing­ar.

Sólberg ÓF verður fyrsti íslenski togarinn með UNO-vél um borð.
Sól­berg ÓF verður fyrsti ís­lenski tog­ar­inn með UNO-vél um borð. mbl.is/Þ​or­geir

Vex ört

Eft­ir­spurn hef­ur farið vax­andi frá því að tækið var kynnt til leiks og var meðal ann­ars und­ir­ritaður samn­ing­ur á síðasta ári við við DFFU í Þýskalandi um að UNO-vél yrði í nýj­um tog­ara fé­lags­ins Berl­in.

Þá var á síðasta ári einnig und­ir­ritaður samn­ing­ur við Brim um kaup á UNO-vél sem sett yrði upp hjá dótt­ur­fé­lagi út­gerðar­inn­ar í Hafnar­f­irði, Fisk­vinnsl­unni Kambi.

Ör vöxt­ur hef­ur verið hjá Vélfagi und­an­farið og fjölgaði starfs­fólki um 40% á síðasta ári og starfa nú 36 hjá fyr­ir­tæk­inu. Reyn­ir B. Ei­ríks­son, fram­kvæmda­stjóri Vélafags, sagði í sam­tali við 200 míl­ur í des­em­ber fjölg­un starfs­manna væri nauðsyn­legt til að standa und­ir vax­andi eft­ir­spurn.

„Það stefn­ir í metár í rekstri Vélfags, en velta hef­ur aukið tals­vert á ár­inu sem er að líða,“ sagði Reyn­ir.

mbl.is