Eiríkur þarf 15 undirskriftir í viðbót

Eiríkur Ingi Jóhannsson mætti og skilaði inn framboði sínu til …
Eiríkur Ingi Jóhannsson mætti og skilaði inn framboði sínu til yfirkjörstjórnar í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­kjör­stjórn hef­ur gefið Ei­ríki Inga Jó­hans­syni for­setafram­bjóðanda frest til að safna 15 meðmæl­end­um til viðbót­ar í Sunn­lend­inga­fjórðungi.

Þetta til­kynn­ir hann í mynd­bandi á Face­book. Frest­ur­inn renn­ur út kl 17.00 á morg­un.

Hann seg­ist hafa safnað 1524 gild­um und­ir­skrift­um en þrátt fyr­ir það vanti hann enn 15 í Sunn­lend­inga­fjórðungi.

mbl.is