Felix mun tala öðruvísi á Bessastöðum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:04
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:04
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Fel­ix Bergs­son mun ábyggi­lega haga orðum sín­um öðru­vísi en áður fyrr, nái eig­inmaður hans kjöri sem for­seti. Þetta seg­ir Bald­ur Þór­halls­son þegar rætt er um ýmis stór­yrði eig­in­manns hans á sam­fé­lags­miðlum sem nokkuð hef­ur verið rætt um, ekki síst eft­ir að hann lokaði reikn­ingi sín­um á sam­fé­lags­miðlin­um X.

Bald­ur er nýj­asti gest­ur Spurs­mála þar sem hann ræðir for­setafram­boð sitt og sína sýn á embættið.

Orðaskipt­in um fram­göngu Fel­ix Bergs­son­ar á sam­fé­lags­miðlum má sjá hér að neðan.

Umræðuhefðin

Töl­um um umræðu og umræðuhefð. Því að það er eitt af því sem hef­ur verið rætt op­in­ber­lega og það varðar fram­göngu þíns ágæta manns á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann hef­ur oft á tíðum gerst nokkuð stór­yrt­ur leyfi ég mér að segja bæði á face­book og in­sta­gram [á að vera Twitter/​X]. Hann kallaði t.d. nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu fyrsta kven­kyns fastis­ann sem gegni því embætti þar í landi [...].

Erfitt vega­nesti á Bessastaði?

Er þetta ekki dá­lítið erfitt vega­nesti inn á Bessastaði þegar svona munn­söfnuður hef­ur verið viðhafður um menn og mál­efni?

„Nei alls ekki. Þótt ég ætli að líta yfir axl­irn­ar á þing­heimi þá er ég ekki að líta yfir axl­irn­ar á maka mín­um og hvað hann er að skrifa á sam­fé­lags­miðlun­um.“

En þið ætlið að skipta með ykk­ur verk­um, þannig að hann verður....

„Ekki skipta með okk­ur verk­um held­ur vinna þetta í sam­ein­ingu. Þarna er Fel­ix ein­mitt að verja hópa sem hon­um finnst hafa verið ráðist harka­lega á, hvort sem það var hinseg­in fólk, sam­kyn­hneigðir eða trans­fólk. Tek­ur hansk­ann upp fyr­ir þau, svar­ar af krafti. Í þessu felst bara mál­frelsi og við tök­um upp hansk­ana fyr­ir þá sem okk­ur finnst vera á ráðist. Það ger­um við í okk­ar mann­rétt­inda­bar­áttu á kröft­ug­an og ákveðinn hátt.“

Af hverju eyddi hann reikn­ingn­um?

Ef þér finnst þetta í lagi og að þetta sé til marks um að taka málstað hinna smáu og meiddu og hræddu, af hverju eyddi hann þá Twitter-reikn­ingn­um í upp­hafi kosn­inga­bar­átt­unn­ar?

„Ég held að Fel­ix hafi farið út af Twitter í janú­ar. Hann hef­ur tekið sér hlé áður á Twitter...“

Já hann hef­ur tekið hlé, en hann hef­ur ekki lokað reikn­ingn­um og komið í veg fyr­ir að fólk geti skoðað það sem hann hef­ur skrifað. En er ekki eðli­legt, að þegar þið sæk­ist eft­ir því að kom­ast á Bessastaði að hann opni aft­ur reikn­ing­inn svo að fólk geti áttað sig á...

„Fel­ix hef­ur ekki nokk­urn skapaðan hlut að fela. Hann fær stund­um al­veg upp í kok af sam­fé­lags­miðlum og tek­ur sér hlé frá þeim. Hann hef­ur bæði gert það á face­book og X-inu.“

Baldur Þórhallsson mætti í Hörpu í gær til að skila …
Bald­ur Þór­halls­son mætti í Hörpu í gær til að skila inn fram­boði sínu til embætt­is for­seta. Með hon­um í för var eig­inmaður hans, Fel­ix Bergs­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Maður tek­ur hlé með því að slökkva á tölv­unni en ekki með því að eyða reikn­ingn­um.

„Já, ég er sjálf­ur ekki, jú ég er að vísu á Twitter, en ég er reynd­ar mjög lítið á Twitter, sko. En þetta er bara að taka þátt í þess­ari sam­fé­lagsum­ræðu, og þegar við erum í þess­ari mann­rétt­inda­bar­áttu...“

En mun hann tala svona áfram...

„Það er ég al­veg sann­færður um að hann muni ekki gera það, enda er hann ekki í fram­boði þarna eða maki for­setafram­bjóðanda, eða bóndi for­seta.“

Eiga menn að tala öðru­vísi þegar þeir eru í fram­boði en þegar...

Meðal þess sem Felix hefur látið frá sér á X …
Meðal þess sem Fel­ix hef­ur látið frá sér á X eru þessi um­mæli um for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu.

Maður sátta

„Menn, auðvitað. Þegar við erum í mann­rétt­inda­bar­áttu, og ég hef tekið þátt í mann­rétt­inda­bar­áttu í yfir 30 ár. Og það hef­ur oft reynt mikið á. Ég hef hins veg­ar alltaf verið maður sátta og smá­skrefanálg­un­ar­inn­ar sem ég kalla, að taka þetta skref fyr­ir skref og ætla ekki að ná þessu öllu í einu...“

Er það hluti af mann­rétt­inda­bar­áttu að kalla Meloni, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, kven­kyns fast­i­sta? Þetta er mann­eskja sem þið eigið eft­ir að hitta ef þú nærð kjöri.

„Það eru marg­ir stjórn­mála­skýrend­ur og stjórn­mála­menn sem hafa látið þessi orð falla um hana. Ég ætla ekk­ert að taka und­ir þau. Það eru marg­ir, þú veist það, virt blöð úti í heimi tala á sama hátt um hana. Þannig að Fel­ix er ekk­ert að segja neitt nýtt und­ir sól­inni. Menn geta verið and­snún­ir því en þetta er skoðun mjög margra á for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu. Ég ætla ekk­ert að út­tala mig um það mál.“

Viðtalið við Bald­ur má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina