Uppgötvaðist fyrir algjöra tilviljun

Framkvæmdir standa yfir við Jarðböðin en þær draga sannarlega ekki …
Framkvæmdir standa yfir við Jarðböðin en þær draga sannarlega ekki úr upplifun gesta. mbl.is/Brynjólfur Löve

120 metra lang­ur hell­ir upp­götvaðist fyr­ir til­vilj­un við Jarðböðin við Mý­vatn þegar ákveðið var að stækka þjón­ustu­hús sem nú er í bygg­ingu. Guðmund­ur Þór Birg­is­son fram­kvæmda­stjóri Jarðbaðanna hitti blaðamenn í menn­ing­ar­hús­inu Hofi á Ak­ur­eyri og ræddi um lífið í Jarðböðunum, hinn dul­ar­fulla helli sem upp­götvaðist fyr­ir til­vilj­un og framtíðar­horf­ur í ferðamennsk­unni.

Mik­il upp­bygg­ing er við Jarðböðin við Mý­vatn um þetta leyti en áætlað er að ný og stærri aðstaða verði opnuð næsta sum­ar, sum­arið 2025. Fram­kvæmda­stjór­inn, Guðmund­ur Þór Birg­is­son, seg­ir að stefnt hafi verið að því að allt yrði klárt í sum­ar þar sem Jarðböðin eru á sínu 20. starfs­ári, en sá draum­ur hafi því miður ekki náð að verða að veru­leika.

Guðmund­ur er gest­ur Hring­ferðar­inn­ar. Þátt­inn má hlusta á í spil­ar­an­um hér að neðan.

Bæði er verið að stækka lónið og opna nýtt og stærra þjón­ustu­hús. Lítið fer fyr­ir fram­kvæmd­un­um þegar ofan í lónið sjálft er komið þótt grein­an­legt sé að utan að bygg­ing­ar­krani er hinum meg­in.

„Við erum að fara úr rúm­lega þúsund fer­metra bygg­ingu í tæp­lega þrjú þúsund fer­metra. Svo það er nán­ast þreföld­um. Við mun­um geta tekið við eitt­hvað aðeins fleiri gest­um en aðallega erum við að styrkja og bæta aðstöðuna og upp­færa hana,“ seg­ir Guðmund­ur.

Við fram­kvæmd­irn­ar sem nú standa yfir upp­götvaðist hell­ir und­ir lón­inu. Guðmund­ur út­skýr­ir að hann hafi fund­ist fyr­ir al­gjöra til­vilj­un þegar ákveðið var að stækka þjón­ustu­húsið út um tvo metra og þar af leiðandi grunn­inn.

Guðmundur Þór Birgisson framkvæmdastjóri Jarðbaðanna við Mývatn.
Guðmund­ur Þór Birg­is­son fram­kvæmda­stjóri Jarðbaðanna við Mý­vatn. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Hola opnaðist

„Þá opnaðist þarna hola í jörðina. Jarðvinnu­verktak­inn sá nú að þetta var ekki bara ein­hver smá hola. Hann náði að stinga skófl­unni sinni þarna ofan í og náði ekki til botns,“ seg­ir Guðmund­ur. Í ljós kom að 12 metr­ar eru niður á botn í hell­in­um.

„Síðan var farið áfram að skoða og farið ofan í hann og í ljós kom þessi magnaði hell­ir sem leiðir und­ir allt sam­an,“ seg­ir Guðmund­ur. Hell­ir­inn er um 120 metra lang­ur og er op hans við norðurenda baðanna og ligg­ur í norðnorðvest­ur. Því er hann ekki beint und­ir böðunum sjálf­um.

„Mjög lík­lega eða von­andi för­um við í ein­hverja vinnu í kring­um hann. Að búa til eitt­hvert aðgengi þar niður,“ seg­ir Guðmund­ur en slík­ar fram­kvæmd­ir eru háðar leyfi frá Um­hverf­is­stofn­un. Hell­ir­inn er þannig í friðlýs­ing­ar­ferli hjá stofn­un­inni og von­ast Guðmund­ur til að fá ein­hverj­ar heim­ild­ir til að leyfa fólki að fara ofan í hann. Í allra versta lagi verður bara hægt að horfa ofan í hann. 

Viðtalið má lesa í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins og hlusta á það í heild sinni á Spotify.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: