„Eigum eftir að sjá miklar sviptingar“

Fylgi Katrínar Jakobsdóttur í könnun Prósents er nú 18% en …
Fylgi Katrínar Jakobsdóttur í könnun Prósents er nú 18% en var 24% í síðustu viku. mbl.is/Arnþór Birkisson

Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, seg­ist vera poll­ró­leg yfir nýj­ustu skoðana­könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið en í henni mæl­ist fylgi henn­ar nú 18% en var 24% í liðinni viku.

Katrín er þar með fall­in niður í þriðja sætið í bar­átt­unni um for­seta­embættið en fyr­ir ofan hana eru Bald­ur Þór­halls­son og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem trón­ir í topp­sæt­inu.

„Ég var nú búin að spá því að það yrðu mikl­ar svipt­ing­ar fram und­an í fylgi og ég held að það eigi áfram eft­ir að vera þannig,“ seg­ir Katrín í sam­tali við mbl.is.

Katrín var stödd á veg­in­um um Öxi þegar mbl.is náði tali af henni en hún eins og aðrir fram­bjóðend­ur eru á fleygi­ferð um landið að kynna sín fram­boð. 

Eins og áður seg­ir hef­ur fylgi Katrín­ar fallið um sex pró­sent frá síðustu könn­un Pró­sents. Katrín seg­ir að það komi sér ekki á óvart að fylgið sé á tölu­verðri hreyf­ingu. 

Er al­veg poll­ró­leg 

„Það er langt í kosn­ing­ar og ég held að við eig­um eft­ir að sjá mikl­ar svipt­ing­ar í fylg­is­mæl­ing­um. Ég er al­veg poll­ró­leg yfir þessu.“

Hef­ur þú ein­hverja ein­hlíta skýr­ingu hvers vegna fylgi þitt sé á niður­leið miðað við þessa könn­un?

„Nei. Ég held að við séum á upp­hafs­metr­um þess­ar­ar bar­áttu og það eiga eft­ir að koma ansi marg­ar kann­an­ir sem verða mis­mun­andi,“ seg­ir Katrín.

Hún reikn­ar með að bar­átt­an um Bessastaði verði hörð allt til loka en kosið verður til embætt­is for­seta Íslands þann 1. júní. Í könn­un Pró­sents var einnig spurt hvaða fram­bjóðanda fólk teldi lík­leg­ast­an til þess að fá flest at­kvæði í for­seta­kjör­inu. Katrín hef­ur þar af­ger­andi for­ystu, en 35,3% töldu hana sig­ur­strang­leg­asta. Næst­ur kom Bald­ur Þór­halls­son með 29,5%.

Renndi blint í sjó­inn

„Þetta verður spenn­andi allt til loka. Þegar ég fór út í þessa bar­áttu lét ég ekki kanna lands­lagið og ég renndi þannig blint í sjó­inn. Ég hef skiln­ing á því að fólk hafi alls kon­ar skoðanir á mér en ég hef líka trú á því mín bar­átta eigi eft­ir að skila sér. Mér finnst ég vera að fá gríðarlega góðar mót­tök­ur hvar sem ég er.“

mbl.is