Forsetaframbjóðendur í landsbyggðartúr

Baldur, Halla Hrund, Katrín og Jón er þau skiluðu inn …
Baldur, Halla Hrund, Katrín og Jón er þau skiluðu inn framboði sínu í Hörpu í gær. Jón Gnarr verður fyrsti viðmælandinn í landsbyggðartúrnum. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Í til­efni af yf­ir­vof­andi for­seta­kosn­ing­um leggja Morg­un­blaðið og mbl.is upp í lands­byggðartúr ásamt frækn­um for­setafram­bjóðend­um sem náð hafa yfir tíu pró­sent fylgi í skoðana­könn­un­um.

Haldn­ir verða opn­ir umræðufund­ir í öll­um lands­fjórðung­um á næstu vik­um og hefst túr­inn í kvöld á Ísaf­irði þar sem boðið verður til op­ins umræðufund­ar í Ed­in­borg­ar­hús­inu klukk­an 19.30. 

For­setafram­bjóðand­inn Jón Gn­arr verður aðalgest­ur fund­ar­ins.

Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son munu ræða við Jón um fram­boð hans til embætt­is for­seta Íslands. Auk þess munu sér­stak­ir álits­gjaf­ar spá í spil­in, sem að þessu sinni verða þau Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir og Guðmund­ur M. Kristjáns­son. Einnig gefst gest­um úr sal tæki­færi á að beina spurn­ing­um til fram­bjóðand­ans. 

All­ir vel­komn­ir á meðan hús­rúm leyf­ir.

Á Ed­in­borg Bistro verða góð til­boð í gangi fyr­ir fund­ar­gesti á meðan á fundi stend­ur.

Dag­skrá umræðufunda Morg­un­blaðsins og mbl.is næstu vik­ur er sem hér seg­ir:

Ed­in­borg­ar­húsið á Ísaf­irði 29. apríl kl. 19.30 - Jón Gn­arr

Fé­lags­heim­ilið Vala­skjálf á Eg­ils­stöðum 6. maí kl. 19.30 - Halla Hrund Loga­dótt­ir

Hót­el Sel­foss á Sel­fossi 14. maí kl. 19.30 - Bald­ur Þór­halls­son

Græni hatt­ur­inn á Ak­ur­eyri 20. maí kl. 19.30 - Katrín Jak­obs­dótt­ir

Taktu upp­lýsta ákvörðun um hvert þitt for­seta­efni verður. Ekki missa af spenn­andi umræðu og frá­bærri stemn­ingu í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga.

mbl.is