Gyllt glamúrdress voru aðalmálið um helgina. Stórstjörnurnar Hera Björk Þórhallsdóttir og Nicole Kidman eiga það sameiginlegt að hafa klæðst gylltum fötum um helgina.
Óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman mætti á verðlaunaafhending í Los Angeles á laugardaginn. Hún tók við viðurkenningunni í gylltum sérsaumuðum síðkjól frá hátískumerkinu Balanciaga.
Um helgina var Hera Björk Þórhallsdóttir og íslenski Eurovison-hópurinn á leiðinni til Malmö. Á laugardaginn klæddist hópurinn meðal annars gylltum úlpum á leiðinni út á flugvöll. Þegar Hera Björk æfði í fyrsta sinn á sviðinu á sunnudag var hún í gylltum samfestingi.
Þó svo að Hera Björk hafi klæðst samfestingi en Kidman kjól má segja að þær hafi minnt á hvor aðra um helgina. Fer liturinn þeim báðum afskaplega vel.