Jón Gnarr á Ísafirði í kvöld

Jón Gnarr verður á Ísafirði í kvöld.
Jón Gnarr verður á Ísafirði í kvöld. Skjáskot

Morg­un­blaðið býður í kvöld kl. 19.30 til op­ins umræðufund­ar með for­setafram­bjóðand­an­um Jóni Gn­arr í Ed­in­borg­ar­hús­inu á Ísaf­irði.

All­ir eru vel­komn­ir á meðan hús­rúm leyf­ir.

Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son munu ræða við Jón um fram­boð hans til embætt­is for­seta Íslands. 

Gest­ir geta spurt fram­bjóðand­ann

Auk þess munu sér­stak­ir álits­gjaf­ar spá í spil­in, sem að þessu sinni verða þau Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir og Guðmund­ur M. Kristjáns­son. Einnig gefst gest­um úr sal tæki­færi á að beina spurn­ing­um til fram­bjóðand­ans.

Á Ed­in­borg Bistro verða góð til­boð í gangi fyr­ir fund­ar­gesti á meðan á fundi stend­ur. 

Ísfirðing­ar og nærsveit­ung­ar eru hvatt­ir til að mæta. 




mbl.is