Jón Gnarr lentur á Ísafirði

Jón Gnarr er lentur á Ísafirði fyrir borgarafund Morgunblaðsins.
Jón Gnarr er lentur á Ísafirði fyrir borgarafund Morgunblaðsins. Ljósmynd/Aðsend

For­setafram­bjóðand­inn Jón Gn­arr lenti fyr­ir skömmu á Ísa­fjarðarflug­velli en í kvöld mæt­ir hann á borg­ar­a­fund Morg­un­blaðsins.

Um er að ræða op­inn umræðufund­ með Jóni Gn­arr í Ed­in­borg­ar­hús­inu á Ísaf­irði og eru all­ir vel­komn­ir á meðan hús­rúm leyf­ir. Upp­haf­lega átti fund­ur­inn að hefjast klukk­an 19.30 en vegna veður­skil­yrða seinkaði flugi Jóns ör­lítð. Fund­ur­inn hefst því laust fyr­ir klukk­an 20. 

Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son munu ræða við Jón um fram­boð hans til embætt­is for­seta Íslands og þá munu fund­ar­gest­ir fá að koma með spurn­ing­ar úr sal.

Álits­gjaf­ar spá í spil­in

Álits­gjaf­arn­ir Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir og Guðmund­ur M. Kristjáns­son verða auk þess á staðnum til að ræða for­seta­kosn­ing­arn­ar og spá í spil­in.

Þegar hafa Ísfirðing­ar og nærsveit­ung­ar byrjað að fjöl­menna í sal­inn og má bú­ast við líf­leg­um fundi.

Upp­taka af borg­ar­a­fund­in­um verður birt í fyrra­málið inn á mbl.is. 

mbl.is