Kannast ekki við að hafa mælt með frambjóðanda

Landskjörstjórn er með málið til skoðunar.
Landskjörstjórn er með málið til skoðunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lands­kjör­stjórn hef­ur borist tvær fyr­ir­spurn­ir frá fólki sem kann­ast ekki við að hafa mælt með for­setafram­bjóðanda í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Er það í kjöl­far þess að handskrifaðar und­ir­skrift­ir voru sett­ar á ra­f­rænt form. Í fram­hald­inu voru til­kynn­ing­ar send­ar á viðkom­andi í gegn­um Ísland.is.

Ástríður Jó­hann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lands­kjörs­stjórn­ar, seg­ir að málið sé til skoðunar. 

„Þetta ger­ist stund­um í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga þegar búið er að fara yfir meðmæl­endal­ista og búið að senda fólki upp­lýs­ing­ar að það hafi ljáð fram­bjóðanda meðmæli sín,“ seg­ir Ástríður. 

Ástríður Jóhannesdóttir, er framkvæmdastjóri landskjörstjórnar.
Ástríður Jó­hann­es­dótt­ir, er fram­kvæmda­stjóri lands­kjör­stjórn­ar.

Geta ekki dregið meðmæli til baka 

At­hygli vek­ur að óháð því hvort fólk tel­ur sig ekki hafa und­ir­ritað meðmæla­bréf þá get­ur fólk ekki aft­ur­kallað stuðnings­yf­ir­lýs­ingu sína eft­ir að búið er að skila inn fram­boði til lands­kjör­stjórn­ar. Hins veg­ar get­ur fólk leitað til lög­reglu ef því sýn­ist svo. 

„Þegar búið er að skila inn fram­boði þá get­ur fólk ekki dregið stuðning sinn til baka með form­leg­um hætti. Ef fólk tel­ur að und­ir­skrift­in sé fölsuð þá er í raun eina leiðin að vísa í refsi­á­kvæði í kosn­inga­lög­um og þar seg­ir að það sé meiri­hátt­ar brot að falsa und­ir­skrift meðmæl­anda. Þá þarf fólk bara að leita til lög­reglu,“ seg­ir Ástríður. Slíkt brot varðar fang­elsi allt að fjór­um árum. 

Ra­f­ræna leiðin ör­ugg­ust

Hún seg­ir að yf­ir­ferð fram­boðslista feli í sér skoðun á list­un­um en bend­ir hún jafn­framt á að ör­ugg­asta leiðin sé sú að mæla með fram­bjóðanda ra­f­rænt í gegn­um Ísland.is.

mbl.is