Sömdu um sjálfvirkt flutningskerfi í nýjan togbát

Slippurinn Akureyri og Vinnslustöðin handsala hönnunarsamning á sjávarútvegssýningunni í Barcelona, …
Slippurinn Akureyri og Vinnslustöðin handsala hönnunarsamning á sjávarútvegssýningunni í Barcelona, f.v. Ásþór Sigurgeirsson, Sverrir Haraldsson, Magnús Blöndal og Sindri Viðarsson. Ljósmynd/Slippurinn Akureyri

Slipp­ur­inn Ak­ur­eyri sem fram­leiðir vinnslu­búnað und­ir merkj­um „DNG by Slipp­ur­inn“ hef­ur gert hönn­un­ar­samn­ing við Vinnslu­stöðina í Vest­manna­eyj­um og verk­fræðistof­una Skipa­sýn, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Í samn­ingn­um felst að Skipa­sýn, sem fer með hönn­un nýs 29 metra tog­skips fyr­ir Vinnslu­stöðina, mun hanna lest skips­ins á þann hátt að hægt sé að koma fyr­ir 250 til 280 kera sjálf­virku flutn­ings­kerfi. Þar að auki er hannaður vinnslu­búnaður með bestu mögu­legu hrá­efn­is­meðferð að leiðarljósi.

„Sam­starfið við Vinnslu­stöðina í Vest­mann­eyj­um og Skipa­sýn hef­ur verið mjög gott og það er sér­stak­lega ánægju­legt fyr­ir okk­ur að koma að verk­efn­inu svona á fyrstu stig­um hönn­un­ar. Samn­ing­ur­inn er rök­rétt fram­hald af þeirri for­vinnu sem hef­ur átt sér stað í verk­efn­inu und­an­far­in miss­eri,“ seg­ir Magnús Blön­dal sviðsstjóri Slipps­ins Ak­ur­eyri.

Sjálfvirkt lestarkerfi fyrir ferskfiskskip er endurbætt hönnun frá DNG by …
Sjálf­virkt lest­ar­kerfi fyr­ir fersk­fisk­skip er end­ur­bætt hönn­un frá DNG by Slipp­ur­inn og stuðlar að bestu mögu­legu hrá­efn­is­meðferð. Ljós­mynd/​Slipp­ur­inn Ak­ur­eyri
mbl.is