„Þakklátur að hanga í toppsætunum“

Fylgi Jóns Gnarr í nýjustu skoðanakönnun Prósents mælist nú 16%.
Fylgi Jóns Gnarr í nýjustu skoðanakönnun Prósents mælist nú 16%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er varla byrjaður í minni kosn­inga­bar­áttu og ég hef eng­ar áhyggj­ur af þessu. Ég lít á þessa bar­áttu eins og maraþon­hlaup og það er ennþá langt í enda­markið.“

Þetta seg­ir Jón Gn­arr, leik­ari og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, í sam­tali við mbl.is þegar leitað var eft­ir viðbrögðum hans um nýj­ustu skoðana­könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið. Jón mæl­ist nú með 16% fylgi í bar­átt­unni um Bessastaði og er fjórði á eft­ir Höllu Hrund Loga­dótt­ur, Baldri Þór­halls­syni og Katrínu Jak­obs­dótt­ur. Fylgi Jóns hef­ur dalað en í síðustu könn­un­um mæld­ist fylgi hans 17,2%.

Hef eng­ar áhyggj­ur

„Það er greini­leg mik­il hreyf­ing á fylg­inu og þó ég sígi eitt­hvað niður frá síðustu könn­un þá hef ég eng­ar áhyggj­ur. Það er gam­an að vera í einu af topp­sæt­un­um en það er líka fall­valt þar sem enn er langt í kosn­ing­arn­ar,“ seg­ir Jón.

Hann seg­ir jafn­framt, að til að halda dampi þá þurfi að hafa mikið fyr­ir því. Jón lík­ir bar­átt­unni við maraþon­hlaup og hann sé núna að lulla en hugs­un­in sé svo að bæta í þegar nær dreg­ur að kosn­ing­un­um.

Stemn­ing­in póli­tísk­ari en ég hafði reiknað með

„Mér finnst fín leið að koma ekki út með öll tromp­in strax held­ur eiga ein­hver inni þegar á líður. Það hef­ur komið mér svo­lítið á óvart að stemn­ing­in í þess­ari kosn­inga­bar­áttu hef­ur verið miklu póli­tísk­ari held­ur en ég hafði reiknað með. Mér fannst til að mynda Bald­ur mjög póli­tísk­ur þegar hann kynnti fram­boð sitt og þung­inn varð enn meiri þegar Katrín steig fram,“ seg­ir Jón.

Jón seg­ir gam­an að vera í efstu sæt­un­um í þeim skoðana­könn­un­um sem hafa verið í gangi að und­an­förnu og hon­um þykir sömu­leiðis gam­an að sjá Höllu Hrund skjót­ast upp á stjörnu­him­in­inn.

„Ég er mjög þakk­lát­ur að hanga í topp­sæt­un­um og eiga mögu­leika á að vinna,“ seg­ir Jón, sem verður í Ed­in­borg­ar­borg­ar­hús­inu á Ísaf­irði í kvöld þar sem boðið verður til op­ins umræðufund­ar sem hald­inn verður á veg­um Morg­un­blaðsins og mbl.is. 

mbl.is