Dreymdi sjö seli: Katrín verður forseti

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:52
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:52
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Álits­gjaf­inn Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir sagði á borg­ar­a­fundi Morg­un­blaðsins í gær að hún hafði dreymt sjö seli. Það þýði að Katrín Jak­obs­dótt­ir verði for­seti Íslands.

Álits­gjaf­arn­ir Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir og Guðmund­ur M. Kristjáns­son voru feng­in á borg­ar­a­fund­inn með Jóni Gn­arr á Ísaf­irði til að ræða for­seta­kosn­ing­arn­ar og spá í spil­in.

Lilja nefndi und­ir lok­in, spurð um það hvernig for­seta­kosn­ing­arn­ar myndu fara, að henni hefði dreymt sjö seli.

„Auðvitað þýðir það að Katrín Jak­obs­dótt­ir verður for­seti Íslands,“ sagði Lilja aðspurð og bætti við:

„Það er næsta víst, eins og maður­inn sagði.“

„Hverf­andi lík­ur á því“

Á fund­in­um ræddu álits­gjaf­arn­ir nýj­ustu könn­un Pró­sents. Guðmund­ur sagði áhuga­vert að fylgj­ast með könn­un­um og hversu mikl­um breyt­ing­um fylgistöl­ur hefðu tekið. Spurður hvort ein­hver ann­ar ætti mögu­leika á sigri í for­seta­kosn­ing­un­um en þeir fjór­ir sem mæl­ast með mesta fylgið sagði Guðmund­ur:

„Ég myndi halda að það væru hverf­andi lík­ur á því.“

Í nýj­ustu könn­un Pró­sents mæl­ist Halla Hrund Loga­dótt­ir með mest fylgi og Bald­ur Þór­halls­son með næst mest fylgi. Katrín mæld­ist þar á eft­ir og Jón Gn­arr var með fjórða mesta fylgið. 

Hægt er að horfa á borg­ar­a­fund­inn í heild sinni hér:

mbl.is