Fylgið á hreyfingu tvist og bast

Halla Hrund höfðar til karla frekar en kvenna.
Halla Hrund höfðar til karla frekar en kvenna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Greini­legt er að Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri sæk­ir sér fylgi í nokkuð mis­mun­andi hópa miðað við skoðana­könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið, sem birt var í gær.

Sam­kvæmt henni nýt­ur hún nú fylg­is 28,5%, með nokkuð breiðum vik­mörk­um þó. Fylgið er á mik­illi hreyf­ingu og það má líka sjá þegar svar­end­ur eru greind­ir í hópa, eft­ir aldri, stjórn­mála­skoðun og þess hátt­ar, þótt slá verði varnagla um að í ein­stök­um hóp­um geti afar fá svör legið að baki.

Nýt­ur þriðjungi minna fylg­is í Reykja­vík

Á meðan Katrín Jak­obs­dótt­ur nýt­ur hníf­jafns fylg­is karla og kvenna eru karl­ar mun lík­legri til að styðja Höllu en kon­ur, en á móti halla kon­ur sér frem­ur að Baldri en karl­ar. Þá sæk­ir Jón Gn­arr lung­ann úr sínu fylgi til ungra karla.

Ekki er veru­leg­ur mun­ur á af­stöðu fólks eft­ir bú­setu, nema hvað Halla Hrund nýt­ur þriðjungi minna fylg­is í Reykja­vík en utan höfuðborg­ar­inn­ar. Það er vel mark­tækt.

Þá má nefna að flest­ir fram­bjóðend­ur njóta svipaðs fylg­is fólks óháð mennt­un, nema Halla Hrund, sem af ein­hverj­um ástæðum virðist höfða mun meira til iðnaðarmanna en aðrir.

Ef litið er á tekju­hópa nýt­ur Halla Hrund auk­ins stuðnings í beinu sam­hengi við aukn­ar launa­tekj­ur, en hjá Baldri er því öf­ugt farið. Tekj­ur hafa lítið að segja um stuðning við Katrínu og Jón.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina