Færa smábátasjómönnum öryggisapp að kostnaðarlausu

Smáforritið Aggan er öryggisstjórnunarkerfi sem smábátasjómenn geta nálgast endurgjaldslaust.
Smáforritið Aggan er öryggisstjórnunarkerfi sem smábátasjómenn geta nálgast endurgjaldslaust. Samsett mynd

Ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Alda ör­yggi býður nú ís­lensk­um smá­báta­sjó­mönn­um sér­hannað ör­ygg­is­stjórn­un­ar­kerfi fyr­ir smá­báta end­ur­gjalds­laust. Um er að ræða lausn sem nú­tíma­væðir, auðveld­ar og ein­fald­ar allt ut­an­um­hald ör­ygg­is­mála hjá smá­báta­sjó­mönn­um á sta­f­ræn­an máta.

Smá­for­ritið nefn­ist Agg­an og hef­ur þróun henn­ar verið í ná­inni sam­vinnu við Sigl­ingaráð, Lands­sam­band smá­báta­eig­anda og Sam­göngu­stofu í tæpt ár. Smá­báta­sjó­menn geta nálg­ast for­ritið á heimasíðu Ögg­un­ar.

„Það er trú okk­ar hjá Öld­unni að með Ögg­unni séum við að nú­tíma­væða og færa ör­ygg­is­mál­in nær smá­báta­sjó­mönn­um sem mun leiða til auk­inn­ar ör­yggis­vit­und­ar á meðal þeirra og stuðla að ör­ugg­ari sjó­sókn,“ seg­ir Gunn­ar Rún­ar Ólafs­son, þró­un­ar­stjóri hjá Öldu Öryggi.

Skoðanir og áhættumat

Í Ögg­unni get­ur sjó­maður­inn fram­kvæmt eig­in skoðanir á bátn­um sín­um, gert ein­falt áhættumat, skoðað ýmis kon­ar ör­ygg­is­fræðslu og skráð at­vik í AT­VIK-sjó­menn. Mark­miðið hef­ur verið að skila for­riti sem er ein­falt í notk­un og gef­ur sjó­mönn­um aðgengi að öll­um upp­lýs­ing­um er varðar ör­ygg­is­mál á ein­um stað.

„Agga fæst frítt af því að vilj­um ná til allra smá­báta­sjó­manna og fá þá í sam­vinnu við okk­ur um að þróa ör­ygg­is­stjórn­un­ar­kerfi fyr­ir smá­báta sem verður fyr­ir­mynd á heimsvísu. Það er sýn okk­ar í Öld­unni að Ísland eigi að vera kís­ildal­ur í ör­ygg­is­mál­um sjó­manna,“ seg­ir Gísli Níls Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Öld­unn­ar.

Smáforrtið er sérhannað fyrri smábaáta og er hægt að nota …
Smá­forrtið er sér­hannað fyrri smá­ba­áta og er hægt að nota í snjallsíma. Skjá­skot/​Alda ör­yggi
mbl.is