Halla Hrund situr fyrir svörum á föstudag

Halla Hrund Logadóttir situr fyrir svörum í Spursmálum næstkomandi föstudag.
Halla Hrund Logadóttir situr fyrir svörum í Spursmálum næstkomandi föstudag. mbl.is/María Matthíasdóttir

Halla Hrund Loga­dótt­ir for­setafram­bjóðandi hef­ur boðað komu sína í næsta þátt af Spurs­mál­um und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar.

Þátt­ur­inn verður sýnd­ur í beinu streymi hér á mbl.is á föstu­dag klukk­an 14.

Krefj­andi spurn­ing­um verður beint að Höllu Hrund er tengj­ast valdsviði for­seta­embætt­is­ins líkt og aðrir fram­bjóðend­ur og gest­ir þátt­ar­ins hafa verið knún­ir á um síðastliðna föstu­daga.

Allt hægt

Halla Hrund lýsti því yfir í byrj­un apr­íl­mánaðar að hún hugðist gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands. Í kjöl­farið óskaði hún eft­ir tíma­bundu leyfi frá starfi sínu sem orku­mála­stjóri hjá Orku­stofn­un til að ein­beita sér að fullu að for­setafram­boði.

„Ger­um Ísland að fyr­ir­mynd í sjálf­bærni, ný­sköp­un og at­vinnu­lífs og boðbera friðar og rétt­læt­is um all­an heim,“ sagði Halla í yf­ir­lýs­ingu sinni.

„Þekk­ing á auðlinda­mál­um, menn­ing­ar­starf­semi og þátt­taka í alþjóðleg­um verk­efn­um hef­ur kennt mér að allt er hægt.“

Síðustu skoðanakann­an­ir hafa verið Höllu Hrund í vil en mik­il hreyf­ing virðist vera á fylgi efstu fram­bjóðenda með til­heyr­andi fylg­is­sveiflu þeirra á milli. Auk­in spenna hef­ur tekið að mynd­ast í kosn­inga­bar­átt­una og ljóst að nú er al­vara far­in að fær­ast í leik­ana þar sem allt get­ur gerst.

Fylgstu með Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14.

mbl.is