Opnað fyrir meðmælasöfnun Viktors

Viktor Traustason.
Viktor Traustason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úrsk­urðar­nefnd kosn­inga­mála hef­ur fellt úr gildi úr­sk­urð Lands­kjör­stjórn­ar um að fram­boð Vikt­ors Trausta­son­ar til for­seta hafi verið ógilt. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Vikt­ori en opnað hef­ur verið aft­ur fyr­ir meðmæla­söfn­un hans á is­land.is. Hann vant­ar meðmæli í öll­um fjórðung­um lands­ins. 

Vikt­or hef­ur frest til klukk­an 15 á morg­un, 2. maí, til að safna und­ir­skrift­un­um. 

„Lands­kjör­stjórn braut á jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar þegar þeir mis­munuðu fram­bjóðend­um við frest­veit­ing­ar til leiðrétt­inga og/​eða úr­bóta á meðmæla­list­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu Vikt­ors.

Hann greindi frá því í fyrra­dag að hann hefði ein­ung­is fengið 69 und­ir­skrift­ir gild­ar þrátt fyr­ir að hafa safnað á annað þúsund und­ir­skrift­um þar sem hann hafi sett lista sína upp með því formi að fólk þurfti að skrifa niður nafn, kenni­tölu og dag­setn­ingu en ekki nafn, kenni­tölu og lög­heim­ili.

mbl.is