Ræða um rekstrarleyfi til 16 ára

Arctic Fish er með eldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða.
Arctic Fish er með eldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða. mbl.is/Helgi Bjarnason

At­vinnu­vega­nefnd Alþing­is ræddi á fundi sín­um í gær hug­mynd­ir um að binda rekstr­ar­leyfi fyr­ir­tækja í sjókvía­eldi við 16 ár. Í frum­varpi um lagar­eldi hef­ur ákvæði um ótíma­bundið rekstr­ar­leyfi fyr­ir­tækja í þess­ari starf­semi sætt gagn­rýni, bæði inn­an þings og utan.

Óskaði nefnd­in eft­ir til­lög­um mat­vælaráðuneyt­is­ins um hvernig bregðast mætti við því.

Seg­ist Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son formaður nefnd­ar­inn­ar vera bjart­sýnn á að at­vinnu­vega­nefnd leggi sig alla fram um að reyna að skapa sem mesta sátt í sam­fé­lag­inu um lagar­eldi.

„Við vit­um að þjóðin vill ekki sjá að menn séu með ótíma­bund­inn aðgang að auðlind­inni og okk­ar verk­efni er að reyna að skapa sem mesta sátt um þetta mál og þetta er einn liður­inn því,“ seg­ir Þór­ar­inn Ingi. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: