Verkefnin snúa að velferð fólksins

Hörður Guðbrandsson.
Hörður Guðbrandsson.

Hörður Guðbrands­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Grinda­vík­ur, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að sam­tök launa­fólks hafi lík­lega aldrei verið mik­il­væg­ari en nú. Um 1.300 manns eru í Verka­lýðsfé­lagi Grinda­vík­ur.

Frá því að Grinda­vík var rýmd í nóv­em­ber sl. hef­ur Verka­lýðsfé­lagið fengið að nýta sér aðstöðu VR í Reykja­vík og seg­ir Hörður að fé­lagið hafi fengið góðan stuðning frá VR við óvenju­leg­ar aðstæður. Þá hafi marg­ir fé­lags­menn verið í óvissu með sín mál og því þurft að leita til fé­lags­ins eins og vera ber.

Hörður seg­ir einnig að marg­ir séu enn á hrak­hól­um eft­ir rým­ing­una, en að einnig sé rík­ur vilji til þess að snúa aft­ur heim. Senni­lega sé þó langt í að bær­inn verði aft­ur sam­ur. Þá snúi verk­efni verka­lýðsfé­lag­anna að vel­ferð fólks­ins í sinni fjöl­breytt­ustu mynd. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: