Ekki marktækur munur á Katrínu og Höllu

Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi frambjóðenda.
Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi frambjóðenda. Samsett mynd

Katrín Jak­obs­dótt­ir mæl­ist með mest fylgi fram­bjóðenda til for­seta­kosn­inga sam­kvæmt nýrri könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands fyr­ir for­seta­kosn­ing­ar. 

Könn­un­in var gerð á tíma­bil­inu 22.-30. apríl og sam­kvæmt niður­stöðum henn­ar er Katrín með 29,9% fylgi.

Halla Hrund Loga­dótt­ir skip­ar annað sæti sam­kvæmt könn­un­inni með 27,6%.
Ekki er mark­tæk­ur mun­ur á fylgi Katrín­ar og Höllu Hrund­ar seg­ir á Face­booksíðu Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar en stofn­un­in birti ein­göngu niður­stöður könn­un­ar­inn­ar á banda­ríska sam­fé­lags­miðlin­um. 

Bald­ur Þór­halls­son er í þriðja sæti með tæp­an fjórðung eða 23,6%. Fylgi Jóns Gn­arr mæld­ist tölu­vert lægra en fylgi þriggja efstu eða 7,4%.

Mest meðal 60 ára og eldri 

„Katrín sæk­ir fylgi sitt einkum til kjós­enda rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna. Fylgi Katrín­ar er mest meðal 60 ára og eldri. Kynja­hlut­fall fylgj­enda er nokkuð jafnt. Katrín sæk­ir fylgi sitt frek­ar til kjör­dæma á höfuðborg­ar­svæðinu en lands­byggðar­inn­ar.“

Fleiri karl­ar hall­ast að Höllu 

„Halla Hrund höfðar held­ur meira til eldri ald­urs­hópa kjós­enda en yngri. Halla sæk­ir fylgi sitt til kjós­enda allra flokka en þó minnst til Vinstri grænna. Hærra hlut­fall karla en kvenna myndu kjósa Höllu Hrund. Fylgi Höllu Hrund­ar er meira á land­byggðinni en á höfuðborg­ar­svæðinu.

Bald­ur höfðar til hinna yngri 

Stuðning­ur við Bald­ur er mest­ur frá yngri ald­urs­hóp­um. Kjós­end­ur allra flokka styðja Bald­ur til for­seta en stuðning­ur er minnst­ur frá kjós­end­um Miðflokks, Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri grænna. Mun hærra hlut­fall kvenna en karla styður Bald­ur. Fylgi Bald­urs dreif­ist nokkuð jafnt yfir öll kjör­dæmi lands­ins.

Yngri kjós­end­ur og Pírat­ar 

Jón Gn­arr sæk­ir sitt fylgi aðallega til yngri kjós­enda og Pírata. Fleiri karl­ar en kon­ur styðja Jón Gn­arr.

Sam­fylk­ing stærst

Þátt­tak­end­ur voru einnig spurðir „Ef alþing­is­kosn­ing­ar væru haldn­ar á morg­un, hvaða flokk eða lista mynd­ir þú kjósa?“ Sam­kvæmt könn­un­inni nýt­ur Sam­fylk­ing­in mest fylg­is 25,4%. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn kem­ur næst á eft­ir með 19%. Þá mæl­ist Miðflokk­ur­inn með þriðja mesta fylgið eða 13,4%%. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæl­ist fjórði stærsti flokk­ur­inn með 10% fylgi.

Flokk­ur Fólks­ins, Viðreisn og Pírat­ar mæl­ast með svipað fylgi eða um 7-8%. Vinstri hreyf­ing­in grænt fram­boð mæl­ist með und­ir 5% fylgi.

Könn­un­in var send út á net­panel Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar. 2.638 manns svöruðu könn­un­inni. Af þeim tóku 93% af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar um hvern þau myndu kjósa til for­seta ef kosið yrði í dag.

mbl.is