Enn er óráðið með útgerð varðskipa

Varðskipið Þór kemur til Grindavíkur. Ef um semst myndi útgerð …
Varðskipið Þór kemur til Grindavíkur. Ef um semst myndi útgerð Þórs og smærri skipa Gæslunnar væntanlega verða í Reykjanesbæ. mbl.is/Árni Sæberg

Dóms­málaráðuneytið er í sam­tali við viðkom­andi bæj­ar- og hafn­ar­mála­yf­ir­völd um þá mögu­leika sem eru á því að byggja upp framtíðaraðstöðu fyr­ir skipa­út­gerð Land­helg­is­gæsl­unn­ar í Reykja­nes­höfn. Allt er þetta á frum­stigi og eng­ar form­leg­ar fyr­ir­ætlan­ir liggja fyr­ir.

Þess­ar upp­lýs­ing­ar koma fram í skrif­legu svari Fjalars Sig­urðsson­ar upp­lýs­inga­full­trúa dóms­málaráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Fyr­ir tæpu ári, eða hinn 26. maí 2023, var und­ir­rituð vilja­yf­ir­lýs­ing um upp­bygg­ingu framtíðaraðstöðu fyr­ir skipa­út­gerð Land­helg­is­gæslu Íslands í Reykja­nes­höfn.

Fjal­ar seg­ir að dóms­málaráðuneytið hafi tekið til nán­ari skoðunar í sam­ráði við Land­helg­is­gæslu Íslands hver raun­kostnaður stofn­un­ar­inn­ar er fyr­ir þá hafn­araðstöðu sem greitt er fyr­ir í Reykja­vík.

Áætlan­ir Reykja­nes­bæj­ar um framtíðar­upp­bygg­ingu fyr­ir skipa­út­gerð Land­helg­is­gæslu Íslands á Suður­nesj­um muni þurfa að taka mið af þeim fjár­mun­um sem er til að dreifa í rekstr­aráætl­un stofn­un­ar­inn­ar, sem bygg­ist á fjár­lög­um og fjár­mála­áætl­un.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: