„Eyddi nánast allri nóttina í þetta“

Það var taka tvö hjá Viktori Traustasyni í dag.
Það var taka tvö hjá Viktori Traustasyni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

For­setafram­bjóðand­inn Vikt­or Trausta­son skilaði inn meðmæla­list­um fyr­ir fram­boð sitt í annað sinn í morg­un eft­ir að hann fékk aukafrest til að safna meðmæl­um.

Úrsk­urðar­nefnd kosn­inga­mála staðfesti að meiri­hátt­ar ágalll­ar hafi verið á meðmæl­endaliðsta Vikt­ors og að hann hafi ein­ung­is haft 69 gilda meðmæl­end­ur. Hann fékk frest til klukk­an 15 í dag að skila meðmæla­list­um til Lands­kjör­stjórn­ar.

„Ég þurfti að bæta við lög­heim­ili og þegar ég tók þetta gróf­lega sam­an þá held ég að þetta hafi verið á milli 1.400 - 1.480 færsl­ur sem ég skilaði inn í morg­un,“ seg­ir Vikt­or við mbl.is.

Vikt­or seg­ir að þetta hafi gengið ágæt­lega. Hann seg­ist hafa fengið sól­ar­hrings frest en það hafi verið um fimm klukku­stund­ir eft­ir af frest­in­um þegar hann skilaði meðmæla­list­an­um.

„Ef maður hef­ur verið í há­skóla og skilað loka­verk­efn­um þá held ég að það viti all­ir hvernig það virk­ar. Ég eyddi nán­ast allri nótt­ina í þetta,“ seg­ir Vikt­or.

Spurður hvort hann sé ekki bjart­sýnn á að hon­um hafi tek­ist að skila full­nægj­andi meðmæla­lista sagði hann:

„Ég er ekk­ert að spá of mikið í því. Nú er þetta komið úr mín­um hönd­um þar sem ég gerði mitt besta. Mér líður ekk­ert bet­ur að vera að hafa ein­hverj­ar áhyggj­ur á meðan það er ekk­ert sem ég get gert í því.“ 

mbl.is