Fyrirtæki geta sótt um þátttöku á COP29

COP29 fer fram í Aserbaíjan í ár.
COP29 fer fram í Aserbaíjan í ár. AFP/John Macdougall

Íslensk fyr­ir­tæki sem vilja taka þátt í viðskipta­sendi­nefnd Íslands á loft­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna geta nú sótt um að vera hluti af sendi­nefnd­inni. Loft­lags­ráðstefn­an, sem ber nafnið COP29, fer fram í Bakú í Aser­baís­j­an, dag­ana 11-22 nóv­em­ber.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Græn­vangi, sem er sam­starfs­vett­vang­ur at­vinnu­lífs og stjórn­valda um græn­ar lausn­ir, seg­ir að „hlut­verk viðskipta­sendi­nefnd­ar á viðburðinum er að halda á lofti fram­lagi Íslands í lofts­lags­mál­um, kynna Ísland og þær lausn­ir sem það hef­ur upp á að bjóða ásamt því að sækja þekk­ingu og reynslu sem nýt­ist í lofts­lags­veg­ferðinni hér heima.” Öll starf­ræk fyr­ir­tæki á Íslandi geta sótt um þátt­töku á ráðstefn­unni.

Loft­lags­ráðstefna Sam­einuðu þjóðanna í fyrra var hald­in í Dubai, sem fékk á sig tölu­verða gagn­rýni. Gagn­rýn­in beind­ist í tals­verðum mæli að því stórt olíu­fram­leiðslu­ríki líkt og Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­in skyldu halda ráðstefnu þar sem mark­miðið væri að draga úr jarðefna­eldsneyti. Sam­bæri­leg gagn­rýni hef­ur komið upp vegna ráðstefn­unn­ar í ár, enda er Aser­baís­j­an stór fram­leiðandi á olíu og jarðgasi.

mbl.is