Gekk rauða dregilinn í gervi Beavis

Félagarnir slógu í gegn á rauða dreglinum.
Félagarnir slógu í gegn á rauða dreglinum. Samsett mynd

Kanadíski leik­ar­inn Ryan Gosl­ing mætti á frum­sýn­ingu kvik­mynd­ar­inn­ar The Fall Guy í Los Ang­eles klædd­ur upp eins og teikni­myndakarakt­er­inn Bea­vis. Mikey Day, liðsmaður Sat­ur­day Nig­ht Live, fylgdi leik­ar­an­um niður rauða dreg­il­inn í gervi Butt-Head.

Gosl­ing fór á kost­um sem gesta­stjórn­andi Sat­ur­day Nig­ht Live þann 13. apríl síðastliðinn, en eft­ir­minni­leg­asta atriði þátt­ar­ins var án efa þegar hann og Day stældu teikni­myndakarakt­er­anna Bea­vis og Butt-Head í senu sem kitl­ar hverja hlát­urtaug. 

Gosl­ing og Day stóðust því ekki mátið og end­ur­tóku leik­inn á rauða dregl­in­um á þriðju­dag, en spaug fé­lag­anna vakti ómælda kátínu meðal viðstaddra. 

Leik­ar­arn­ir stilltu sér upp fyr­ir ljós­mynd­ara og fengu bresku leik­kon­una Em­ily Blunt, sem fer með annað aðal­hlut­verkið í kvik­mynd­inni, til að skella upp úr í miðju viðtali á rauða dregl­in­um. 

mbl.is