Mikið um að vera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar

Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Strand­veiðar hóf­ust í dag og lögðu því fjöl­marg­ir bát­ar frá bryggju snemma í morg­un. Alls eru nú 825 bát­ar á sjó um­hverf­is Ísland í fjar­eft­ir­liti stjórn­stöðvar Land­helg­is­gæsl­unn­ar, upp­lýs­ir Ásgeir Er­lends­son upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar.

Hann seg­ir mikið hafa verið um að vera í stjórn­stöð stofn­un­ar­inn­ar í morg­un vegna þess fjölda báta sem eru á ferðinni.

Ásgeir minn­ir á að það sé skylda fyr­ir alla strand­veiðibáta að til­kynna Land­helg­is­gæsl­unni brott­för til hafn­ar á VHF rás 9 eða með smá­for­rit­inu VSS. Einnig þurfa haf­færi að vera í gildi en óheim­ilt er að hefja sjó­ferð nema að gilt haf­færis­skír­teini sé um borð og áhöfn sé lög­skráð.

MArgir strandveiðibátar lögðu frá bryggju í morgun. (Mynd úr safni)
MArg­ir strand­veiðibát­ar lögðu frá bryggju í morg­un. (Mynd úr safni) mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Vek­ur hann einnig at­hygli á því að á sjó er skyldu­hlust­varsla á VHF rás 16.

„Rás­in er neyðar- og upp­kalls­rás og því mik­il­vægt að sjófar­end­ur viðhafi hlust­un á rás­ina all­an tím­ann sem skip er á sjó. Þannig geta önn­ur skip og bát­ar, sem og stjórn­stöð LHG náð sam­bandi um borð sé þess þörf. Slíkt er sér­lega mik­il­vægt ef slys verður því næstu skip eru mögu­lega fyrst til björg­un­ar. Sé tal­stöð stillt á vinnurás skal nota svo­kallaða tvö­falda hlust­un eða „dual watch“ til að tal­stöðin fylg­ist einnig með rás 16,“ seg­ir í svari hans við fyr­ir­spurn 200 mílna um eft­ir­lit á fyrsta degi strand­veiða.

mbl.is