Ræðir möguleika á komu makrílsins

Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, heldur erindi í dag …
Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, heldur erindi í dag um rannsóknir á makríl og ræðir möguleika á því að makríllinn gangi á Íslandsmið í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Má bú­ast við mak­ríl í sum­ar?“ er fyr­ir­sögn er­ind­is sem Anna Heiða Ólafs­dótt­ir, fiski­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, mun flytja á mál­stofu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem hald­in er í húsa­kynn­um stofn­un­ar­inn­ar í Fornu­búðum í Hafnar­f­irði klukk­an hálfeitt í dag.

Í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar er rifjað upp hvernig „mak­ríll byrjaði óvænt að ganga inn í ís­lenska lög­sögu sumr­in 2006 og 2007. Útbreiðsla og þétt­leiki mak­ríls við landið jókst ár frá ári.“

Í byrj­un mak­ríl­veiða var afl­inn veidd­ur í ís­lenskri lög­sögu en veiðin færðist aust­ur í Nor­egs­haf. Frá 2018 hef­ur meiri­hluti verið veidd­ur í Nor­egs­hafi. Niður­stöður úr mak­ríl­leiðangri sýna hvernig út­breiðsla mak­ríls við Ísland minnkaði sam­hliða minni veiðum í lög­sög­unni.

Hægt verður að fylgj­ast með fund­in­um á Teams.

Fjallað er um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: