Sjókvíaeldi stefnir í átt að samþættri hringrás

Þararæktin við sjókvíarnar í Steigen á að njóta góðs af …
Þararæktin við sjókvíarnar í Steigen á að njóta góðs af næringarefnum sem fara til spillis. Ljósmynd/SINTEF

Hröð tækniþróun á sér nú stað inn­an fisk­eld­is í átt að hringrás­ar­hag­kerfi þar sem bætt nýt­ing skil­ar betri um­gengni um nátt­úr­una og auk­inni þjóðhags­legri hag­kvæmni. Eitt af merki­leg­ustu verk­efn­um í þeim efn­um eru til­raun­ir í Nor­egi með samþætt­ingu þara­rækt­ar og lax­eld­is.

Fóður er einn stærsti kostnaðarliður í lax­eldi og í Nor­egi fást fyr­ir hvert kíló af fóðri um 860 grömm af laxi og er þar nýtt 1,5 millj­ón tonn af fóðri á hverju ári, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nýt­ing fóðurs í sjókvía­eld­is er ekki góð því um helm­ing­ur nær­ing­ar­efna í laxa­fóðri glat­ast og dreif­ist um nær­liggj­andi svæði við sjókví­arn­ar.

Norskt laxeldi í sjó notar 1,5 milljón tonn af fóðri.
Norskt lax­eldi í sjó not­ar 1,5 millj­ón tonn af fóðri. Ljós­mynd/​Fyl­kest­in­get i Nord-Trøndelag

En hvað ef það væri hægt að nýta þessi nær­ing­ar­efni sem tap­ast í aðra fram­leiðslu?

Það er ein­mitt spurn­ing­in sem norska ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Folla Al­ger AS leit­ar nú svars við í sam­starfi við rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið SIN­TEF, fisk­eld­is­fyr­ir­tækið Cermaq, norska tækni­há­skól­ann NTNU og há­skóla Norður-Nor­egs (Nord Uni­versitet).

Þara­fram­leiðslan vek­ur sér­staka at­hygli því þari get­ur nýst í fram­leiðslu fóðurs fyr­ir eld­is­fisk og búfé. Þannig er ætl­un­in að bæta nýt­ingu þeirra nær­ing­ar­efna sem sett eru í hið dýra laxa­fóður. Ekki nóg með það, held­ur bind­ur þar­inn einnig kolt­ví­sýr­ing sem minnk­ar kol­efn­is­spor lax­eld­is­ins enn meira, sem þegar er með eitt lægsta kol­efn­is­spor í fram­leiðslu próteins til mann­eld­is.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: