Sveik Steingrímur J. Sigfússon þjóðina?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:11
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:11
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Bald­ur Þór­halls­son, for­setafram­bjóðandi, vill ekki leggja mat á það hvort Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þáver­andi formaður VG hafi svikið þjóðina þegar hann samþykkti um­sókn að ESB, þvert á gef­in lof­orð.

Þetta kem­ur fram í nýj­asta þætti Spurs­mála þar sem talið berst meðal ann­ars að mögu­legri Evr­ópu­sam­bandsaðild Íslands. Bald­ur hef­ur verið yf­ir­lýst­ur stuðnings­maður þess að sótt verði um aðild að sam­band­inu.

Gekk gegn kosn­ingalof­orði

Þú hef­ur verið yf­ir­lýst­ur stuðnings­maður inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið um langt skeið og er ekk­ert leynd­ar­mál. Nú tók rík­is­stjórn­in sem sett­ist að völd­um 2009 þá ákvörðun að hefja aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið, með öllu því sem því fylg­ir og þú þekk­ir það jafn vel og ég, aðlög­un að kerf­inu sem menn gera, menn fækkuðu emb­ætt­is­mönn­um úti í Brus­sel og hófu þetta í raun aðlög­un­ar­ferli þá þegar. Hefði ekki verið eðli­legt við þær aðstæður, sér­stak­lega í ljósi þess að ann­ar meiri­hluta­flokk­anna hafði heitið því í þing­kosn­ing­un­um 2009 að það yrði ekki sótt um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu ef þeir kæm­ust til valda, Vinstri græn­ir sem höfðu 14 þing­sæti á móti 20 þing­sæt­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hefði ekki verið lang eðli­leg­ast að for­set­inn gripi inn í og tryggði þá að þjóðin gæti sagt skoðun sína á því hvort það ætti að hefja þess­ar viðræður yfir höfuð?

„For­set­inn hef­ur ekki aðkomu að því...“

For­set­inn er áhrifamaður, þú seg­ir að hann geti lagt lín­ur...

„Já, hann hef­ur ekki áhrif á það þegar stjórn­völd fara að leita eft­ir samn­ing­um. Það er í raun bara tvennt sem kem­ur inn á borð for­set­ans, það eru ann­ars veg­ar bara lög for­set­ans og svo alþjóðasamn­ing­ar.“

Alltaf þjóðar­at­kvæðagreiðsla

En finnst þér að meiri­hlut­inn í þing­inu eigi að bera það und­ir þjóðina hvort það eigi að fara í viðræður áður en þær hefjast eða aðeins í lok­in þegar aðlög­un­in hef­ur gengið um garð.

„Mér finnst til dæm­is mjög gott, og ég held að ég fari rétt með að þeir flokk­ar sem eru hlynnt­ir inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið hafi all­ir á sinni stefnu­skrá að ef það ætti að taka upp aðild­ar­viðræður að nýju þá ætti að gera það í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Þetta verða þá tvö skref, að ákveða að hefja aðild­ar­viðræður að nýju og svo að samþykkja aðild. En ég tek þetta sem dæmi að þetta er svo mik­il gjör­breyt­ing á stjórn­skip­un lands­ins, ef við mynd­um ganga í Evr­ópu­sam­bandið að ég myndi sem for­seti Íslands aldrei samþykkja að ganga í Evr­ópu­sam­bandið að und­an­geng­inni þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Það má al­veg líka velta fyr­ir sér hvort aðild­in að Evr­ópska efna­hags­svæðinu hefði átt að fara í þjóðar­at­kvæðagreiðslu,“ seg­ir Bald­ur.

Opnaði dyr fyr­ir unga náms­menn

Hann bend­ir á að Vig­dís Finn­boga­dótt­ir hafi lengi legið yfir spurn­ing­unni um hvort vísa ætti EES-samn­ingn­um í dóm þjóðar­inn­ar.

„Ég hef skoðað það mjög ít­ar­lega, bara í mín­um fræðastörf­um, tók ít­ar­leg viðtöl við Vig­dísi og ráðamenn frá þess­um tíma. Vig­dís komst að þess­ari niður­stöðu að kost­irn­ir við EES væru meiri en gall­arn­ir. Allt er um­deil­an­legt. Það er stórt mál sem má vel velta fyr­ir sér hvort hefði átt heima hjá þjóðinni. Annað stórt mál, því við erum að ræða alþjóðasamn­inga það er aðild­in að NATO árið 1949 sem er svo stórt mál að það fer miklu bet­ur á því að þjóðin hafi loka­ákvörðun í þess­um mál­um.“

Hefði Vig­dís átt að vísa EES-samn­ingn­um í þjóðar­at­kvæði?

„Það er ekki hægt að fara svona aft­ur í tím­ann og segja hefði átt eða hefði ekki átt að gera í ljósi sög­unn­ar. Ég er bara að vísa til þess...“

Var þetta ekki mál sem átti þannig er­indi við þjóðina að þjóðin hefði átt að hafa loka­orðið um það?

„Það má vel færa rök fyr­ir því. Vig­dís lá hins veg­ar yfir mál­inu í marga mánuði og hún út­skýrði í sér­stakri yf­ir­lýs­ingu, sem var aðeins í annað skiptið sem for­seti send­ir frá sér yf­ir­lýs­ingu, um það af hverju hún samþykkti lög­in. Og tók t.d. til­lit til þess og sagði að hún meðal ann­ars skrifaði und­ir lög­in vegna þess að EES-samn­ing­ur­inn gef­ur ungu fólki tæki­færi á að ganga inn í mennta­stofn­an­ir í Evr­ópu.“

Áhöld um EES en ekki ESB og NATO

Óháð því, er það ekki þjóðin sem á að hafa sjálfs­ákvörðun­ar­rétt um svona mik­il­væg mál, eins og aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, EES eða NATO?

„Klár­lega NATO og t.d. Evr­ópu­sam­bandið og þess vegna finnst mér það mjög góð spurn­ing hvort það hefði ekki átt að vera þannig líka með EES-samn­ing­inn á sín­um tíma.“

Þú nefn­ir reynd­ar, og ég verð að lesa þetta upp varðandi Evr­ópu­sam­bandsaðild­ina, úr þing­ræðu frá 24. maí 2012 seg­ir þú...

„Gam­an að rifja þetta upp.“

Þetta eru góðar ræður. Bú­inn að lesa þær all­ar. „Skyndi­lega er eitt­hvað komið á lín­unna og þétt­ings­fast tekið í. En veiðimaður ótt­ast það svo mjög að sprungið dekk sé á end­an­um en ekki stór­lax að hann slít­ur á lín­una í óðag­oti en land­ar ekki afl­an­um. Það er sorg­legt að horfa upp á það að hluti þing­heims vill koma heim með öng­ul­inn í rass­in­um. Í því felst hvorki djörf­ung né dirfska. Við þurf­um að ljúka þess­um aðild­ar­viðræðum, við verðum að sjá hvað stend­ur til boða. Þá fyrst er hægt að greiða at­kvæði um aðild­ar­samn­ing.“

Legg­ur ekki mat á mögu­leg svik

Varst þú að fullu sátt­ur við að þessi meiri­hluti, sem þú sast á þingi fyr­ir, skyldi fara í þessa veg­ferð án þess að spyrja þjóðina í ljósi þess að Vinstri græn­ir voru al­farið, Stein­grím­ur J. lofaði því kvöldið fyr­ir kosn­ing­ar að það yrði ekki farið í aðild­ar­viðræður ef hann myndi mynda meiri­hluta. Voru það ekki svik við þjóðina?

„Ég ætla ekk­ert að fara að meta það hvort Stein­grím­ur J. hafi svikið þjóðina eða ekki. En þetta er það stórt og mikið mál. Og í ljósi þess­ar­ar reynslu þá er mjög eðli­legt að þessi spurn­ing komi upp. Og ég hef lengi verið á þeirri per­sónu­legu skoðun að þjóðin eigi að hafa loka­orðið í þessu máli. Burt­séð frá minni per­sónu­legu skoðun í mál­inu, eins og kem­ur klár­lega fram í þess­ari skemmti­legu lýs­ingu sem þú ert með þarna.“

Já. Þetta er mjög inspírerað.

„Já, ég er að segja að þjóðin eigi að hafa loka­orðið og er þá von­andi al­gjör­lega sam­kvæm­ur sjálf­um með í því sem ég segi í dag. Þjóðin á að hafa loka­orðið í þessu máli.“

 Viðtalið við Bald­ur Þór­halls­son má sjá og lesa í heild sinni hér fyr­ir neðan:

Ákvörðun vinstristjórnarinnar 2009-2013 um að sækja um aðild að ESB …
Ákvörðun vinstri­stjórn­ar­inn­ar 2009-2013 um að sækja um aðild að ESB var mjög um­deild. Sam­sett mynd
mbl.is